Sjö manns í vandræðum á Holtavörðuheiði Sylvía Hall skrifar 31. desember 2018 10:10 Gul viðvörun er á svæðinu en lokanir virðast hafa farið fram hjá fólkinu. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira