Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. desember 2018 03:02 Skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. vísir/vilhelm Öflugur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,4 að stærð og upptök hans 2,5 kílómetrar suðsuðvestur af Skálafelli á Hellisheiði. Tveir skjálftar til viðbótar, báðir kringum 1 að stærð, riðu yfir nokkrum mínútum seinna skammt norðaustur af Hellisheiðarvirkjun.Upptök skjálftans virðast hafa verið á Hellisheiði.Veðurstofa ÍslandsTilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Þar á meðal hafa borist tilkynningar frá Þorlákshöfn og Selfossi en íbúi í Hveragerði sagði í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Nátthrafnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi fundu margir vel fyrir skjálftanum ef marka má færslur netverja hér að neðan. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða tjóni.Vó, var þetta jarðskjálfti?— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 30, 2018 Jarðskjálftinn fannst mjög sterkt hér í Hveragerði. Allt skalf mjög snarpt í svona 3-4 sek. Ekkert skemmt en maður smá skelkaður.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 30, 2018 Þessi skjálfti fannst ansi vel í Hafnarfirði— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) December 30, 2018 fann eh annar fyrir jarðskjálfta? eða er ég að missa vitið?— alexandradilja.is (@ferskjan) December 30, 2018 Holy shit var að finna jarðskjálfta í svona þriðja skipti í lífinu wtf er þetta alltaf svona?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) December 30, 2018 Fann einhver annars fyrir svona ponsu jarðskjálfta??— Hávær Hóra (@thvengur) December 30, 2018 Vó Var þetta jarðskjálfti eða er jólabjórinn sem ég er að sötra hérna yfir ufc að kicka inn?— Steindi jR (@SteindiJR) December 30, 2018 Jarðskjálfti!— Svandís Svavarsd (@svasva) December 30, 2018 Úthlíð hristist og skalf rétt áðan. Ofboðslegt tillitsleysi er þetta nú hjá Móður náttúru að koma með jarðskjálfta þegar það er búið að klippa og ganga frá öllum annálum fyrir árið!— Árni Helgason (@arnih) December 30, 2018 Ég vaknaði við skjálfta, var ég einn um það? Var jarðskjálfti að vekja mig eða dreymdi mig bara stórfurðulega? — Helgi Hrafn Ólafsson (@helgihelgi) December 30, 2018 Þetta var jarðskjálfti er það ekki?? Eða er ég að missa það— Fanneydora (@FanneydoraV) December 30, 2018 Ekki oft sem ég vakna við jarðskjálfta, en fann þennan greinilega #jarðskjálfti— Egill E. (@e18n) December 30, 2018 Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Öflugur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,4 að stærð og upptök hans 2,5 kílómetrar suðsuðvestur af Skálafelli á Hellisheiði. Tveir skjálftar til viðbótar, báðir kringum 1 að stærð, riðu yfir nokkrum mínútum seinna skammt norðaustur af Hellisheiðarvirkjun.Upptök skjálftans virðast hafa verið á Hellisheiði.Veðurstofa ÍslandsTilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Þar á meðal hafa borist tilkynningar frá Þorlákshöfn og Selfossi en íbúi í Hveragerði sagði í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. Nátthrafnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi fundu margir vel fyrir skjálftanum ef marka má færslur netverja hér að neðan. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða tjóni.Vó, var þetta jarðskjálfti?— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 30, 2018 Jarðskjálftinn fannst mjög sterkt hér í Hveragerði. Allt skalf mjög snarpt í svona 3-4 sek. Ekkert skemmt en maður smá skelkaður.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 30, 2018 Þessi skjálfti fannst ansi vel í Hafnarfirði— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) December 30, 2018 fann eh annar fyrir jarðskjálfta? eða er ég að missa vitið?— alexandradilja.is (@ferskjan) December 30, 2018 Holy shit var að finna jarðskjálfta í svona þriðja skipti í lífinu wtf er þetta alltaf svona?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) December 30, 2018 Fann einhver annars fyrir svona ponsu jarðskjálfta??— Hávær Hóra (@thvengur) December 30, 2018 Vó Var þetta jarðskjálfti eða er jólabjórinn sem ég er að sötra hérna yfir ufc að kicka inn?— Steindi jR (@SteindiJR) December 30, 2018 Jarðskjálfti!— Svandís Svavarsd (@svasva) December 30, 2018 Úthlíð hristist og skalf rétt áðan. Ofboðslegt tillitsleysi er þetta nú hjá Móður náttúru að koma með jarðskjálfta þegar það er búið að klippa og ganga frá öllum annálum fyrir árið!— Árni Helgason (@arnih) December 30, 2018 Ég vaknaði við skjálfta, var ég einn um það? Var jarðskjálfti að vekja mig eða dreymdi mig bara stórfurðulega? — Helgi Hrafn Ólafsson (@helgihelgi) December 30, 2018 Þetta var jarðskjálfti er það ekki?? Eða er ég að missa það— Fanneydora (@FanneydoraV) December 30, 2018 Ekki oft sem ég vakna við jarðskjálfta, en fann þennan greinilega #jarðskjálfti— Egill E. (@e18n) December 30, 2018
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira