Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 17. maí 2018 12:16 Útboðið hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma og miðar meðal annars að dreifingu eignarhalds innlendra og erlendra fjárfesta Vísir/stefán Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í morgun er stefnt að því að skráning hlutabréfa í bankanum fari fram hjá Nasdaq í Reykjavík og Stokkhólmi á fyrri hluta ársins. Það er að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að þetta hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Bankinn hefur náttúrulega verið að vinna að þessu um nokkuð skeið,“ segir Höskuldur. „Það er ljóst að það hafa staðið fyrir dyrum breytingar á eignarhaldi bankans og ákveðin skref hafa verið tekin á undanförnu ári. Við höfum verið að stefna að alþjóðlegri skráningu bankans.“ Hann segir að Svíþjóð sé góður valkostur í þessu samhengi. „Við höfum haft þá sýn að það væri æskilegt að bankinn væri í dreifðu eignarhaldi innlendra og erlendra fjárfesta,“ segir Höskuldur. „Við höfum skoðað valkosti í þeim efnum og fljótlega hverfðist þetta um skandinavískar kauphallir. Niðurstaðan varð síðan að stefna á skráningu í sænku kauphöllina sem við teljum að henti vel okkar banka.“ Sem fyrr segir er skráningin háð ákveðnum lagaskilyrðum. „Nú er auðvitað búin að eiga sér stað mikil og ítarleg undirbúningsvinna með öllum sem að þessu koma; eftirlitsaðilum kauphallanna í Stokkhólmi og á Íslandi,“ segir Höskuldur. „Út af reglum sem gilda um svona almenn útboð get ég ekki sagt mikið um okkar ferli. Almennt er þetta þó þannig að það kemur skráningarlýsing nokkrum vikum eftir formlega tilkynningu eins og þá sem við erum nú búin að gefa út.“ Arion banki verður fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á aðalmarkaði Nasdaq frá hruninu 2008. Tengdar fréttir Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. 10. maí 2018 14:30 Arion banki á markað á næstu vikum Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. 17. maí 2018 07:33 Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. 9. maí 2018 17:47 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í morgun er stefnt að því að skráning hlutabréfa í bankanum fari fram hjá Nasdaq í Reykjavík og Stokkhólmi á fyrri hluta ársins. Það er að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að þetta hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Bankinn hefur náttúrulega verið að vinna að þessu um nokkuð skeið,“ segir Höskuldur. „Það er ljóst að það hafa staðið fyrir dyrum breytingar á eignarhaldi bankans og ákveðin skref hafa verið tekin á undanförnu ári. Við höfum verið að stefna að alþjóðlegri skráningu bankans.“ Hann segir að Svíþjóð sé góður valkostur í þessu samhengi. „Við höfum haft þá sýn að það væri æskilegt að bankinn væri í dreifðu eignarhaldi innlendra og erlendra fjárfesta,“ segir Höskuldur. „Við höfum skoðað valkosti í þeim efnum og fljótlega hverfðist þetta um skandinavískar kauphallir. Niðurstaðan varð síðan að stefna á skráningu í sænku kauphöllina sem við teljum að henti vel okkar banka.“ Sem fyrr segir er skráningin háð ákveðnum lagaskilyrðum. „Nú er auðvitað búin að eiga sér stað mikil og ítarleg undirbúningsvinna með öllum sem að þessu koma; eftirlitsaðilum kauphallanna í Stokkhólmi og á Íslandi,“ segir Höskuldur. „Út af reglum sem gilda um svona almenn útboð get ég ekki sagt mikið um okkar ferli. Almennt er þetta þó þannig að það kemur skráningarlýsing nokkrum vikum eftir formlega tilkynningu eins og þá sem við erum nú búin að gefa út.“ Arion banki verður fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á aðalmarkaði Nasdaq frá hruninu 2008.
Tengdar fréttir Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. 10. maí 2018 14:30 Arion banki á markað á næstu vikum Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. 17. maí 2018 07:33 Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. 9. maí 2018 17:47 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. 10. maí 2018 14:30
Arion banki á markað á næstu vikum Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. 17. maí 2018 07:33
Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. 9. maí 2018 17:47
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf