Páfagarður vill hertar reglur um „siðlaust“ fjármálakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 11:34 Frans páfi hefur þótt frjálslyndari í sumum efnum en forverar hans. Páfagarður hefur nú gefið út yfirlýsingu sem virðist beint að afregluvæðingu fjármálakerfis heimsins. Vísir/AFP Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira