Betra líf Sigurður Hannesson skrifar 17. maí 2018 07:00 Með auknum lífsgæðum lifir fólk lengur. Öldrun þjóða eykur eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Með fjórðu iðnbyltingunni opnast nýir möguleikar til þess að bæta líf okkar í gegnum líf- og heilbrigðistækni. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun eins og önnur ríki. Í tengslum við opinbera heimsókn íslensku forsetahjónanna til Finnlands stóðu Samtök iðnaðarins ásamt sínum finnsku systursamtökum fyrir viðburði um líf- og heilbrigðistækni í Helsinki að viðstöddum forseta Íslands. Þar kynntu íslensk og finnsk fyrirtæki starfsemi sína og ræddu tækifærin sem framtíðin felur í sér ef rétt er á málum haldið. Samstarf Íslendinga og Finna á þessu sviði hefur verið gott í gegnum tíðina, meðal annars á sviði rannsókna. Með fjárfestingu í rannsóknum og þróun á þessu sviði og skilvirku umhverfi nýsköpunar verða til mikil verðmæti sem stuðla ekki einungis að betra lífi fólks með nýjum lausnum heldur að aukinni verðmætasköpun sem skilar sér í auknum lífsgæðum. Þannig verður hugvit drifkraftur framfara á 21. öldinni. Önnur ríki vilja taka þátt í þessari þróun og styðja við nýsköpun í líf- og heilbrigðistækni. Í atvinnustefnu breskra stjórnvalda sem nú er í mótun er lögð sérstök áhersla á að bregðast við öldrun þjóðarinnar, meðal annars með því að byggja upp þekkingu og fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Norsk stjórnvöld hafa svipaðar áherslur. Atvinnustefna er skipulag og samhæfing aðgerða. Atvinnustefna fjallar ekki síst um það hvernig ríki geta skarað fram úr í samkeppni ríkja og á hvaða sviðum. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráðurinn í annarri stefnumótun, t.d. menntastefnu og nýsköpunarstefnu. Finnland er góð fyrirmynd. Með markvissri stefnumótun og skýrri sýn hafa Finnar náð miklum árangri á undanförnum áratugum á þessu sviði sem og öðrum. Með því að vinna markvisst að því að fjölga stoðum atvinnulífsins og þar með skapa aukin verðmæti hafa Finnar komist í fremstu röð. Íslendingar geta sannarlega lært af Finnum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Með auknum lífsgæðum lifir fólk lengur. Öldrun þjóða eykur eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Með fjórðu iðnbyltingunni opnast nýir möguleikar til þess að bæta líf okkar í gegnum líf- og heilbrigðistækni. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun eins og önnur ríki. Í tengslum við opinbera heimsókn íslensku forsetahjónanna til Finnlands stóðu Samtök iðnaðarins ásamt sínum finnsku systursamtökum fyrir viðburði um líf- og heilbrigðistækni í Helsinki að viðstöddum forseta Íslands. Þar kynntu íslensk og finnsk fyrirtæki starfsemi sína og ræddu tækifærin sem framtíðin felur í sér ef rétt er á málum haldið. Samstarf Íslendinga og Finna á þessu sviði hefur verið gott í gegnum tíðina, meðal annars á sviði rannsókna. Með fjárfestingu í rannsóknum og þróun á þessu sviði og skilvirku umhverfi nýsköpunar verða til mikil verðmæti sem stuðla ekki einungis að betra lífi fólks með nýjum lausnum heldur að aukinni verðmætasköpun sem skilar sér í auknum lífsgæðum. Þannig verður hugvit drifkraftur framfara á 21. öldinni. Önnur ríki vilja taka þátt í þessari þróun og styðja við nýsköpun í líf- og heilbrigðistækni. Í atvinnustefnu breskra stjórnvalda sem nú er í mótun er lögð sérstök áhersla á að bregðast við öldrun þjóðarinnar, meðal annars með því að byggja upp þekkingu og fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Norsk stjórnvöld hafa svipaðar áherslur. Atvinnustefna er skipulag og samhæfing aðgerða. Atvinnustefna fjallar ekki síst um það hvernig ríki geta skarað fram úr í samkeppni ríkja og á hvaða sviðum. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráðurinn í annarri stefnumótun, t.d. menntastefnu og nýsköpunarstefnu. Finnland er góð fyrirmynd. Með markvissri stefnumótun og skýrri sýn hafa Finnar náð miklum árangri á undanförnum áratugum á þessu sviði sem og öðrum. Með því að vinna markvisst að því að fjölga stoðum atvinnulífsins og þar með skapa aukin verðmæti hafa Finnar komist í fremstu röð. Íslendingar geta sannarlega lært af Finnum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar