Fiskeldi OG stangveiði Sigurður Pétursson skrifar 11. nóvember 2018 18:11 Í grein Jóns Þórs Ólasonar frá 9. nóvember sl. sem svar við Facebook-færslu undirritaðs sem birt var í Vísi 5. nóvember sl. sýnist mér yfirskrift Jóns Þórs bera nafn með rentu, þ.e. „röð rangfærsla“, þar sem höfundur fellur því miður í þá gryfju að fara fram með rangfærslur og rangtúlkanir. Miklu skiptir að koma hreint fram, líka í hagsmunagæslu og því leitt að Jón Þór Ólason dragi umræðuna niður með ófaglegum útúrsnúningi og rangtúlkunum. Í upphafi greinarinnar er gefið í skyn að einhver vafi virðist leika um eignarhald Arctic Fish hf. og það gert tortryggilegt með orðkvæðinu „ku vera“, og „eftir því sem ég best veit“. Jón Þór veit að eignarhald félagsins hefur alltaf verið opinbert bæði í umræðu sem og í fyrirtækjaskrá. Einnig hefur áður komið fram í fjölmiðlum sem og á heimasíðu félagsins að undirritaður er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, en í rúmt ár hefur félaginu verið stýrt af framkvæmdastjóra sem hefur margra ára reynslu af sjóeldi í Noregi. Ef ætlunin var að varpa ljósi á þá staðreynd að 97,5% af eignarhaldi Arctic Fish hf. er í eigu erlendra aðila (eins og reyndar nokkrar laxveiðiár á Íslandi) þá er það ekkert leyndamál. Félagið hefur þó alltaf verið opið fyrir íslensku eignarhaldi. Fyrirtækið er í dag með fagfjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi, er með sterka eiginfjárstöðu og ein helsta auðlegð fyrirtækisins er sem fyrr einvala starfsfólk af Vestfjörðum. Eftir að hafa gert eignarhald Arctic Fish tortryggilegt heldur Jón Þór áfram með upptalningu á því sem hann kallar röð rangfærsla. Það viðurkennist að í tveimur atriðum var Facebook-færsla mín ekki nægjanlega nákvæm. Annars vegar þegar ég taldi “umræddan kokk” einvald um val í heimsmeistarakeppnina, en Jón Þór bendir á að hann sé einn af 12. Hins vegar er eignarhald Óttars Yngvasonar á Vatnsdalsá nú útskýrt af Jóni Þór, en þar sem Óttar Yngvason hefur komið ítrekað fram f.h. eigenda, m.a. í kærum gegn félagi mínu og í sjónvarpi eins og frægt er orðið, þá taldi ég hann eiga meira í ánni en þau 3-5% sem Jón Þór nú upplýsir um. Ég hef ekki upplýsingar um hver á hina 95-97% eignarhlutana, enda breytir þetta auðvitað í engu þeim aðalatriðum sem undirritaður var að koma á framfæri. Þessar meginstaðreyndir lagði ég fram og birt undir yfirskriftinni „röð tilviljana?“ sem Jón Þór reynir að rangfæra: 1. Þann 29. ágúst sl. segir í fjölmiðlum að grunur leiki á um að eldislax hafi veiðst í Vatnsdalsá. Hvort sem laxinn var veiddur 14 km frá árósum en ekki í miðri ánni breytir ekki þeirri staðreynd að það er algjörlega einstakt og vísast hér í yfirlýsingu Hafrannsóknastofnunar eftir greiningu 5. september: „Það er óvenjulegt að ókynþroska fiskur gangi í ár og þekkjum við þess varla dæmi.“ 2. Þann 6. september sl. segir í fjölmiðlum að íslenska kokkalandsliðið hafi sagt upp samningi sínum við fiskeldisfyrirtæki. Þeir sendu síðar afsökunarbeiðni þar sem m.a. kemur fram í yfirlýsingu klúbbs matreiðslumeistara að „eldislax er notaður um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Ég sé ekki að viðbót Jóns Þórs um að þorskur og lamb hefðu átt að hafa meira vægi en eldislaxinn á þessu móti skipti neinu máli. 3. Þann 27. september sl. kveður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og Auðlindamála (ÚUA) upp úrskurð vegna rekstrarleyfa fyrir fiskeldi í Patreks- og Tálknafirði sem gefin voru út í upphafi árs. Þar kemur fram á blaðsíðu 15 (af 21) að eigendur laxveiðiáa eru metnir hagsmunaaðilar þó ósar ánna séu órafjarri eldissvæði „...sérstaklega þegar til þess er litið að fyrir liggur staðfesting Hafrannsóknastofnunar á því að veiðst hafi eldislax í Vatnsdalsá.“ Þetta er algjör viðsnúningur frá fyrri úrskurðum nefndarinnar. Verður að gera alvarlegar athugasemdir við það að Jón Þór Ólason, sem í fjölmiðlum í þessu máli hefur líka verið titlaður lektor við lagadeild HÍ, láti frá sér það álit að þrátt fyrir þetta: „hefðu úrskurðir umræddrar úrskurðarnefndar í engu fallið á annan veg þó umræddur eldislax hefði ekki veiðst í Vatnsdalsá.“! Aðild er auðvitað grundvallaratriði hvers máls, og fráleitt að halda því fram að staðfesting Hafrannsóknastofnunar á því að eldislax hefði veiðst í Vatnsdalsá hafi ekki haft nein áhrif á málið, þegar til þess er vísað við ákvörðun um aðild að málinu sérstaklega. Um önnur óbein áhrif þessa, hef ég ekki haldið neinu fram. Ég stend við það sem líffræðingur, með sérmenntun og áratuga reynslu á sviði sjávarútvegs að mér finnst það ófaglegt að sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar (Hafró) fjalli um umræddan lax sem “toppinn á ísjakanum” áður en hann kemur til stofnunarinnar til greiningar. Ekki er enn búið að upprunagreina einn einasta fisk af þeim fjórum eldislaxa sem staðfest hefur verið af Hafró að veiðst hafi í sumar. Ég var ekki með neinar staðhæfingar um mögulegan uppruna frá Færeyjum heldur frekar að leggja á það áherslu að mikilvægt er að erfðagreina fiskana þannig að uppruni sé staðfestur og þær niðurstöður liggja enn ekki fyrir. Ég ætla ekki að elta ólar við annan útúrsnúning Jóns í greininni, en Jón Þór ásakar mig um að stunda það sem hann nefnir “argumentum ad hominem”, eða það sem við almúginn köllum “að fara í manninn en ekki boltann”. Því miður þá upplifi ég Jón Þór sjálfan kolfallinn í þá gryfju í nú grímulausri hagsmunagæslu í nafni stangaveiðimanna. Ég hef sjálfur verið lengur stangveiðimaður en fiskeldismaður og ber mikla virðingu fyrir sportveiði, líka sem atvinnugrein sem gæti skilað verulegum skatttekjum í þjóðarbúið. Það er ekkert sem segir að báðar þessar atvinnugreinar eigi sér ekki tilverurétt samhliða og jafnvel eru þar sameiginlega miklir möguleikar til uppbyggingar. Það er áhyggjuefni að endurheimtur laxa úr hafi bæði villtra sem og ræktaðra seiða sé í sumum tilvikum orðnar minni en eitt prósent. Held að það sé skynsamlegra að leggja frekar fé í að rannsaka þetta, byggja upp náttúrulega stofna hérlendis og laxveiðiár heldur en að eyða fé í kærur, auglýsingar og grímulausar herferðir gegn fiskeldi í sjó. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni sem skilgreind voru af Alþingi fyrir fjórtán árum síðan er í fullkomnu samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO). Stefnumarkmið FAO leggur áherslu að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó enda þekur hafið 70% jarðarinnar en skilar innan við 5% af fæðuframboðinu í dag. Ég tel að við Íslendingar ættum frekar að „fylgja straumnum“ og nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Jóns Þórs Ólasonar frá 9. nóvember sl. sem svar við Facebook-færslu undirritaðs sem birt var í Vísi 5. nóvember sl. sýnist mér yfirskrift Jóns Þórs bera nafn með rentu, þ.e. „röð rangfærsla“, þar sem höfundur fellur því miður í þá gryfju að fara fram með rangfærslur og rangtúlkanir. Miklu skiptir að koma hreint fram, líka í hagsmunagæslu og því leitt að Jón Þór Ólason dragi umræðuna niður með ófaglegum útúrsnúningi og rangtúlkunum. Í upphafi greinarinnar er gefið í skyn að einhver vafi virðist leika um eignarhald Arctic Fish hf. og það gert tortryggilegt með orðkvæðinu „ku vera“, og „eftir því sem ég best veit“. Jón Þór veit að eignarhald félagsins hefur alltaf verið opinbert bæði í umræðu sem og í fyrirtækjaskrá. Einnig hefur áður komið fram í fjölmiðlum sem og á heimasíðu félagsins að undirritaður er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, en í rúmt ár hefur félaginu verið stýrt af framkvæmdastjóra sem hefur margra ára reynslu af sjóeldi í Noregi. Ef ætlunin var að varpa ljósi á þá staðreynd að 97,5% af eignarhaldi Arctic Fish hf. er í eigu erlendra aðila (eins og reyndar nokkrar laxveiðiár á Íslandi) þá er það ekkert leyndamál. Félagið hefur þó alltaf verið opið fyrir íslensku eignarhaldi. Fyrirtækið er í dag með fagfjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi, er með sterka eiginfjárstöðu og ein helsta auðlegð fyrirtækisins er sem fyrr einvala starfsfólk af Vestfjörðum. Eftir að hafa gert eignarhald Arctic Fish tortryggilegt heldur Jón Þór áfram með upptalningu á því sem hann kallar röð rangfærsla. Það viðurkennist að í tveimur atriðum var Facebook-færsla mín ekki nægjanlega nákvæm. Annars vegar þegar ég taldi “umræddan kokk” einvald um val í heimsmeistarakeppnina, en Jón Þór bendir á að hann sé einn af 12. Hins vegar er eignarhald Óttars Yngvasonar á Vatnsdalsá nú útskýrt af Jóni Þór, en þar sem Óttar Yngvason hefur komið ítrekað fram f.h. eigenda, m.a. í kærum gegn félagi mínu og í sjónvarpi eins og frægt er orðið, þá taldi ég hann eiga meira í ánni en þau 3-5% sem Jón Þór nú upplýsir um. Ég hef ekki upplýsingar um hver á hina 95-97% eignarhlutana, enda breytir þetta auðvitað í engu þeim aðalatriðum sem undirritaður var að koma á framfæri. Þessar meginstaðreyndir lagði ég fram og birt undir yfirskriftinni „röð tilviljana?“ sem Jón Þór reynir að rangfæra: 1. Þann 29. ágúst sl. segir í fjölmiðlum að grunur leiki á um að eldislax hafi veiðst í Vatnsdalsá. Hvort sem laxinn var veiddur 14 km frá árósum en ekki í miðri ánni breytir ekki þeirri staðreynd að það er algjörlega einstakt og vísast hér í yfirlýsingu Hafrannsóknastofnunar eftir greiningu 5. september: „Það er óvenjulegt að ókynþroska fiskur gangi í ár og þekkjum við þess varla dæmi.“ 2. Þann 6. september sl. segir í fjölmiðlum að íslenska kokkalandsliðið hafi sagt upp samningi sínum við fiskeldisfyrirtæki. Þeir sendu síðar afsökunarbeiðni þar sem m.a. kemur fram í yfirlýsingu klúbbs matreiðslumeistara að „eldislax er notaður um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Ég sé ekki að viðbót Jóns Þórs um að þorskur og lamb hefðu átt að hafa meira vægi en eldislaxinn á þessu móti skipti neinu máli. 3. Þann 27. september sl. kveður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og Auðlindamála (ÚUA) upp úrskurð vegna rekstrarleyfa fyrir fiskeldi í Patreks- og Tálknafirði sem gefin voru út í upphafi árs. Þar kemur fram á blaðsíðu 15 (af 21) að eigendur laxveiðiáa eru metnir hagsmunaaðilar þó ósar ánna séu órafjarri eldissvæði „...sérstaklega þegar til þess er litið að fyrir liggur staðfesting Hafrannsóknastofnunar á því að veiðst hafi eldislax í Vatnsdalsá.“ Þetta er algjör viðsnúningur frá fyrri úrskurðum nefndarinnar. Verður að gera alvarlegar athugasemdir við það að Jón Þór Ólason, sem í fjölmiðlum í þessu máli hefur líka verið titlaður lektor við lagadeild HÍ, láti frá sér það álit að þrátt fyrir þetta: „hefðu úrskurðir umræddrar úrskurðarnefndar í engu fallið á annan veg þó umræddur eldislax hefði ekki veiðst í Vatnsdalsá.“! Aðild er auðvitað grundvallaratriði hvers máls, og fráleitt að halda því fram að staðfesting Hafrannsóknastofnunar á því að eldislax hefði veiðst í Vatnsdalsá hafi ekki haft nein áhrif á málið, þegar til þess er vísað við ákvörðun um aðild að málinu sérstaklega. Um önnur óbein áhrif þessa, hef ég ekki haldið neinu fram. Ég stend við það sem líffræðingur, með sérmenntun og áratuga reynslu á sviði sjávarútvegs að mér finnst það ófaglegt að sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar (Hafró) fjalli um umræddan lax sem “toppinn á ísjakanum” áður en hann kemur til stofnunarinnar til greiningar. Ekki er enn búið að upprunagreina einn einasta fisk af þeim fjórum eldislaxa sem staðfest hefur verið af Hafró að veiðst hafi í sumar. Ég var ekki með neinar staðhæfingar um mögulegan uppruna frá Færeyjum heldur frekar að leggja á það áherslu að mikilvægt er að erfðagreina fiskana þannig að uppruni sé staðfestur og þær niðurstöður liggja enn ekki fyrir. Ég ætla ekki að elta ólar við annan útúrsnúning Jóns í greininni, en Jón Þór ásakar mig um að stunda það sem hann nefnir “argumentum ad hominem”, eða það sem við almúginn köllum “að fara í manninn en ekki boltann”. Því miður þá upplifi ég Jón Þór sjálfan kolfallinn í þá gryfju í nú grímulausri hagsmunagæslu í nafni stangaveiðimanna. Ég hef sjálfur verið lengur stangveiðimaður en fiskeldismaður og ber mikla virðingu fyrir sportveiði, líka sem atvinnugrein sem gæti skilað verulegum skatttekjum í þjóðarbúið. Það er ekkert sem segir að báðar þessar atvinnugreinar eigi sér ekki tilverurétt samhliða og jafnvel eru þar sameiginlega miklir möguleikar til uppbyggingar. Það er áhyggjuefni að endurheimtur laxa úr hafi bæði villtra sem og ræktaðra seiða sé í sumum tilvikum orðnar minni en eitt prósent. Held að það sé skynsamlegra að leggja frekar fé í að rannsaka þetta, byggja upp náttúrulega stofna hérlendis og laxveiðiár heldur en að eyða fé í kærur, auglýsingar og grímulausar herferðir gegn fiskeldi í sjó. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni sem skilgreind voru af Alþingi fyrir fjórtán árum síðan er í fullkomnu samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO). Stefnumarkmið FAO leggur áherslu að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó enda þekur hafið 70% jarðarinnar en skilar innan við 5% af fæðuframboðinu í dag. Ég tel að við Íslendingar ættum frekar að „fylgja straumnum“ og nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun