Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. apríl 2018 20:00 Nýjasta flugvélin í flota Icelandair er af gerðinni Boeing 737 Max 8 Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Forstjóri og stjórn Icelandair ásamt fulltrúum Boeing verksmiðjunnar buðu gestum og fjölmiðlamönnum víða að úr heiminum í útsýnisflug yfir Ísland á nýju vélinni í dag. Fyrstu farþegaflugferðirnar á Max vélum frá Boeing voru í maí á síðasta ári en Icelandair er meðal fyrstu flugfélaganna til að taka þær í notkun. Þetta er fyrsta flugvélin af sextán sem munu koma og ber heitið Jökulsárlón. Hún tekur hundrað og sextíu farþega í sæti og mun fljúga til áfangastaða í evrópu og ameríku. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair við nýju vélina á Reykjavíkurflugvelli í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonSvona verkefni, hvað kostar það?„Það kostar slatta en við höfum ekki gefið upp verðið á vélunum en það er ljóst hvað markaðsvirðið er á þeim en þetta er auðvitað stór verkefni,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Vélarnar sem Icelandair hefur keypt eru af gerðinni Boeing 737 Max 8 og 9 og bætast við 757 og 767 flota félagsins á næstu þremur árum. Samkvæmt upplýsingum einkennir mikil rekstarhagkvæmni þessa flugvélagerð og á eldsneytisnotkun að vera umtalsvert minni og viðhaldskosnaður lægri. „Þetta er í raun fyrsta skrefið í breytingu á flugflota félagins,“ sagði Björgólfur.Forstjóri Icelandair ásamt áhöfn vélarinnar í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonKaupsamningur var undirritaður 2012 og segir sölustjóri Boeing það afar ánægjuleg að afhenta félaginu nýjar vélar eftir öll þessi ár. „Það var mjög mikilvægt fyrir Boeing að ná samningi við Icelandair. Það voru svo margir hjá okkur sem hafa unnið að þessu og verið hluti af verkefninu og hefðu viljað vera hérna í dag. Þetta er stór dagur fyrir Boeing í dag,“ sagði Mark Norris, sölustjóri hjá Boeing verksmiðjunni. Fjölmenni tók á móti vélinni er hún kom inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag en áætlað er að um tvöþúsund manns hafi skoðað vélina.Á þetta eftir að hafa mikil áhrif á Icelandair?„Alveg klárlega, þetta er bara skref inn í framtíðina,“ segir Björgólfur Tengdar fréttir Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Forstjóri og stjórn Icelandair ásamt fulltrúum Boeing verksmiðjunnar buðu gestum og fjölmiðlamönnum víða að úr heiminum í útsýnisflug yfir Ísland á nýju vélinni í dag. Fyrstu farþegaflugferðirnar á Max vélum frá Boeing voru í maí á síðasta ári en Icelandair er meðal fyrstu flugfélaganna til að taka þær í notkun. Þetta er fyrsta flugvélin af sextán sem munu koma og ber heitið Jökulsárlón. Hún tekur hundrað og sextíu farþega í sæti og mun fljúga til áfangastaða í evrópu og ameríku. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair við nýju vélina á Reykjavíkurflugvelli í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonSvona verkefni, hvað kostar það?„Það kostar slatta en við höfum ekki gefið upp verðið á vélunum en það er ljóst hvað markaðsvirðið er á þeim en þetta er auðvitað stór verkefni,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Vélarnar sem Icelandair hefur keypt eru af gerðinni Boeing 737 Max 8 og 9 og bætast við 757 og 767 flota félagsins á næstu þremur árum. Samkvæmt upplýsingum einkennir mikil rekstarhagkvæmni þessa flugvélagerð og á eldsneytisnotkun að vera umtalsvert minni og viðhaldskosnaður lægri. „Þetta er í raun fyrsta skrefið í breytingu á flugflota félagins,“ sagði Björgólfur.Forstjóri Icelandair ásamt áhöfn vélarinnar í dagVísir/Jóhann K. JóhannssonKaupsamningur var undirritaður 2012 og segir sölustjóri Boeing það afar ánægjuleg að afhenta félaginu nýjar vélar eftir öll þessi ár. „Það var mjög mikilvægt fyrir Boeing að ná samningi við Icelandair. Það voru svo margir hjá okkur sem hafa unnið að þessu og verið hluti af verkefninu og hefðu viljað vera hérna í dag. Þetta er stór dagur fyrir Boeing í dag,“ sagði Mark Norris, sölustjóri hjá Boeing verksmiðjunni. Fjölmenni tók á móti vélinni er hún kom inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag en áætlað er að um tvöþúsund manns hafi skoðað vélina.Á þetta eftir að hafa mikil áhrif á Icelandair?„Alveg klárlega, þetta er bara skref inn í framtíðina,“ segir Björgólfur
Tengdar fréttir Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20