Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2018 18:45 vísir/vilhelm Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Stærsti hluti þeirra ljósmæðra sem sagt hefur upp störfum, starfar hjá Landspítalanum. Kjaradeila ljósmæðra við ríkið er í algjörum hnút en næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara er ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hundrað og fimmtíu ljósmæður starfa á Landspítalanum. Nítján af þeim þrjátíu sem þegar hafa sagt upp störfum í kjarabaráttunni hætta störfum 1. júlí næstkomandi. Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir stöðunni. Alvarlegt ástand getur orðið á Landspítalanum verði af uppsögnum ljósmæðra. „Þegar að óánægja þessara stétta með kjör sín er mjög mikil svo að uppsagnir hljótast af, að þá hljótum við að hafa áhyggjur en við höfum heyrt af ýmsum fleirum sem að hafa verið að velta fyrir sér uppsögn þannig að staðan er alvarleg að okkar mati,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Staðan getur því hæglega orðið mun alvarlegri komi til frekari uppsagna. Páll segir að verði af því að nítján ljósmæður hætti störfum í sumar verði það mikil áskorun. „Auðvitað er það mikil áskorun ef að það vantar og að það komi skarð í hóp fagfólks og hvernig eigi að bregðast við því,“ segir Páll.Er Landspítalinn farinn að undirbúa einhverjar aðgerðir komi til uppsagna? „Nei. Við erum ekki komin á þann stað en erum í sjálfu sér að skoða það hvernig við myndum bregðast við,“ segir Páll Ljósmæður eru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm í kjarabaráttu sinni árið 2015 en sá úrskurður rann út í lok ágúst á síðasta ári. Fundur milli deiluaðila var síðast 3. apríl en á þeim fundi höfðu ljósmæður breytt kröfum sínum verulega frá því fyrir páska. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikla launahækkun Ljósmæðrafélagið fer fram á en ljóst að félagið fer fram á meiri hækkun en önnur aðildarfélög innan BHM fengu fyrr á árinu. Páll segir spítalann vera milli steins og sleggju. „Landspítalinn er ekki aðili að þessari deilu en við berum ábyrgð á þeirri þjónustu sem er verið að veita og það sem við viljum gera er að hvetja samningsaðila til að leggja sig alla fram um að ná sáttum og samningum sem allra fyrst,“ segir Páll.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Stærsti hluti þeirra ljósmæðra sem sagt hefur upp störfum, starfar hjá Landspítalanum. Kjaradeila ljósmæðra við ríkið er í algjörum hnút en næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara er ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hundrað og fimmtíu ljósmæður starfa á Landspítalanum. Nítján af þeim þrjátíu sem þegar hafa sagt upp störfum í kjarabaráttunni hætta störfum 1. júlí næstkomandi. Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir stöðunni. Alvarlegt ástand getur orðið á Landspítalanum verði af uppsögnum ljósmæðra. „Þegar að óánægja þessara stétta með kjör sín er mjög mikil svo að uppsagnir hljótast af, að þá hljótum við að hafa áhyggjur en við höfum heyrt af ýmsum fleirum sem að hafa verið að velta fyrir sér uppsögn þannig að staðan er alvarleg að okkar mati,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Staðan getur því hæglega orðið mun alvarlegri komi til frekari uppsagna. Páll segir að verði af því að nítján ljósmæður hætti störfum í sumar verði það mikil áskorun. „Auðvitað er það mikil áskorun ef að það vantar og að það komi skarð í hóp fagfólks og hvernig eigi að bregðast við því,“ segir Páll.Er Landspítalinn farinn að undirbúa einhverjar aðgerðir komi til uppsagna? „Nei. Við erum ekki komin á þann stað en erum í sjálfu sér að skoða það hvernig við myndum bregðast við,“ segir Páll Ljósmæður eru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm í kjarabaráttu sinni árið 2015 en sá úrskurður rann út í lok ágúst á síðasta ári. Fundur milli deiluaðila var síðast 3. apríl en á þeim fundi höfðu ljósmæður breytt kröfum sínum verulega frá því fyrir páska. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikla launahækkun Ljósmæðrafélagið fer fram á en ljóst að félagið fer fram á meiri hækkun en önnur aðildarfélög innan BHM fengu fyrr á árinu. Páll segir spítalann vera milli steins og sleggju. „Landspítalinn er ekki aðili að þessari deilu en við berum ábyrgð á þeirri þjónustu sem er verið að veita og það sem við viljum gera er að hvetja samningsaðila til að leggja sig alla fram um að ná sáttum og samningum sem allra fyrst,“ segir Páll.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48
Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38