Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2018 18:57 Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira