Þau eiga það öll sameiginleg að vera fylgjandi Hvalárvirkjun. Í þeirri hreppsnefnd sem nú lýkur störfum voru þrír fylgjandi virkjun en tveir á móti.
Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður Mbl.is, var viðstödd þegar atkvæði voru talin í félagsheimilinu í Trékyllisvík í kvöld. Frambjóðendur voru sömuleiðis sumir hverjir viðstaddir talninguna sem lauk á áttunda tímanum.
Sigur fyrir virkjunarsinna
Arinbjörn, Bjarnheiður og Guðlaugur fengu 24 atkvæði hver til aðalmanns en þau Eva og Björn 23 atkvæði. Aðrir fengu minna. Í Árneshreppi eru kosningar óbundnar svo allir eru kjörgengir nema þeir sem ákveða sérstaklega að gefa ekki kost á sér.Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins en hefur verið í brennidepli undanfarnar vikur vegna tilraunar um átján til lögheimilisflutninga undanfarnar vikur. Sextán þeirra voru úrskurðaðar ólögmætar af Þjóðskrá.
Úrslit kvöldsins eru því sigur fyrir virkjunarsinna og undir það tekur Björn Torfason, bóndi á Melum í Árneshreppi, sem er nýr Hreppsnefndarmaður.
Í miðjum sauðburði
„Já, þetta er það náttúrulega,“ segir Björn sem var heima á bæ þegar blaðamaður náði á hann. Hann stendur í sauðburði þessa dagana.„Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn léttur. Hann segist ekki alveg viss hve langt sé síðan hann var í nefndinni, fjögur ár eða átta. Nú hafi Hrefna Þorvaldsdóttir og Ingólfur Benediktsson ekki gefið kost á sér og hann því ákveðið að láta slag standa.
Hann fagnar úrslitunum fyrir hönd allra sem náðu kjöri í hreppsnefnd og telur að úrslitin muni gefa Hvalárvirkjun byr undir báða vængi.
Fylgst er með gangi mála um allt land í Kosningavaktinni á Vísi.