Simpson er á fimmtán höggum undir pari eftir fyrri hringina tvo og er með fimm högga forystu á Patrick Cantlay, Charl Schwartzel og Danny Lee í öðru sætinu.
Add him to the list!@webbsimpson1 is the seventh player ever to shoot 63 at @THEPLAYERSChamp.#LiveUnderParpic.twitter.com/H15eZpkcMN
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018
Tiger Woods komst í naumlega í gegnum niðurskurðinn á mótinu, niðurskurðarlínan var við eitt högg undir pari sem er skor Woods eftir tvo hringi. Hann fór hringinn í gær á 71 höggi, spilaði mjög stöðugt golf, fékk tvo fugla og einn skolla.
Það voru engin smá nöfn í ráshóp með Woods, þeir Phil Mickelson og Rickie Fowler spiluðu með Woods og voru þeir kallaðir „ofurhópurinn.“ Woods var þó sá eini af þeim þremur sem komst í gegnum niðurskurðinn.
Fowler, sem vann mótið 2015, lék einnig á 71 höggi í dag en þar sem hann fór fyrsta hringinn á 74 höggum endaði hann á einu höggi yfir pari og þarf að ljúka keppni. Mickelson átti hörmulegan dag á fimmtudag sem fór langt með að gera út um vonir hans og 73 högga hringur í gær tryggði það að hann hefði lokið keppni á samtals átta höggum yfir pari.
.@RickieFowler's ball got stuck in a tree.
He tried just about EVERYTHING to get it back. pic.twitter.com/lF79LSQIRb
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018
Norður-Írinn Rory McIlroy var að berjast við niðurskurðarlínunna á lokasprettinum í gærkvöld en endaði röngu megin við hana og mun ekki hefja leik í dag. Tvöfaldur skolli á 17. holu fór með vonir McIlroy en hann var á pari fyrir hana og því einu höggi undir pari samtals því hann fór fyrsta hring á 71 höggi. Hann náði ekki að vinna sér inn högg til baka á 18. braut og niðurstaðan samanlagt eitt högg yfir pari.
Bein útsending frá þriðja degi mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.