Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin svonefndu séu þegar orðin víðtæk. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar tvö og rætt við forstöðumann greiningar Arion banka.
Þá verður fjallað um fund borgarráðs í dag þar sem málefni heimilislausra voru til umræðu, nýja rannsókn á farsímanotkun ökumanna og lokun Þingvallavegar.
Hægt er að horfa á kvöldfréttir Stöðvar 2 í spilaranum hér fyrir neðan. Þær hefjast kl. 18:30.
Innlent