„Fólk má láta sig hverfa“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2018 14:48 Jóhann sást síðast á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi til. Vísir „Það stendur ekki yfir leit í sjálfu sér. Við erum að afla gagna og reyna að staðsetja hann,“ segir Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, um Jóhann Gíslason sem hefur verið saknað í nítján daga á Alicante á Spáni. Jóhann var á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi 12. júlí síðastliðinn þegar hann sást síðast. Jóhann er frá Akranesi og heyrir því mál hans undir lögregluna á Vesturlandi. Jón Ólason segir embættið í gagnaöflun og reyna að staðsetja Jóhann. Spurður hvort að lýst hafi verið eftir Jóhanni á Alicante segir Jón svo ekki vera. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað meira út áður en við förum af stað með svoleiðis,“ segir Jón og bætir við: „Fólk má láta sig hverfa. Það er ekkert sem bannar okkur að fara þangað sem við viljum og ekkert sem skildar okkur að láta vita af okkur,“ segir Jón. Ef uppi væri rökstuddur grunur um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað þá færi allt annað ferli í gang að sögn Jóns. Nú sé hins vegar verið að reyna að afla heimildar frá dómstólum hér á landi til að athuga símanotkun og bankafærslur Jóhanns til að reyna að finna út hvar hann er. Ekki verður farið út í að láta lýsa eftir honum á Spáni fyrr en eitthvað meira liggur fyrir. „Við erum bara að bíða eftir þessum fyrstu upplýsingum svo tökum við stöðuna aftur,“ segir Jón. María Mjöll Jónsdóttir, sem starfar hjá upplýsinga- og greiningardeild utanríkisráðuneytið, segir í svari fyrir fyrirspurn Vísis að borgaraþjónustu ráðuneytisins sé kunnugt um mál Jóhanns. Er borgaraþjónustan til aðstoðar fjölskyldu hans ásamt lögregluyfirvöldum hér á landi og á Spáni við að leita hans.Fjölskylda Jóhanns vakti athygli á hvarfi hans á Facebook í gær. Tengdar fréttir Jóhanns hefur verið saknað á Spáni í átján daga Sást síðast á leið niður á strönd að kvöldi til. 30. júlí 2018 15:55 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Það stendur ekki yfir leit í sjálfu sér. Við erum að afla gagna og reyna að staðsetja hann,“ segir Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, um Jóhann Gíslason sem hefur verið saknað í nítján daga á Alicante á Spáni. Jóhann var á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi 12. júlí síðastliðinn þegar hann sást síðast. Jóhann er frá Akranesi og heyrir því mál hans undir lögregluna á Vesturlandi. Jón Ólason segir embættið í gagnaöflun og reyna að staðsetja Jóhann. Spurður hvort að lýst hafi verið eftir Jóhanni á Alicante segir Jón svo ekki vera. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað meira út áður en við förum af stað með svoleiðis,“ segir Jón og bætir við: „Fólk má láta sig hverfa. Það er ekkert sem bannar okkur að fara þangað sem við viljum og ekkert sem skildar okkur að láta vita af okkur,“ segir Jón. Ef uppi væri rökstuddur grunur um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað þá færi allt annað ferli í gang að sögn Jóns. Nú sé hins vegar verið að reyna að afla heimildar frá dómstólum hér á landi til að athuga símanotkun og bankafærslur Jóhanns til að reyna að finna út hvar hann er. Ekki verður farið út í að láta lýsa eftir honum á Spáni fyrr en eitthvað meira liggur fyrir. „Við erum bara að bíða eftir þessum fyrstu upplýsingum svo tökum við stöðuna aftur,“ segir Jón. María Mjöll Jónsdóttir, sem starfar hjá upplýsinga- og greiningardeild utanríkisráðuneytið, segir í svari fyrir fyrirspurn Vísis að borgaraþjónustu ráðuneytisins sé kunnugt um mál Jóhanns. Er borgaraþjónustan til aðstoðar fjölskyldu hans ásamt lögregluyfirvöldum hér á landi og á Spáni við að leita hans.Fjölskylda Jóhanns vakti athygli á hvarfi hans á Facebook í gær.
Tengdar fréttir Jóhanns hefur verið saknað á Spáni í átján daga Sást síðast á leið niður á strönd að kvöldi til. 30. júlí 2018 15:55 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Jóhanns hefur verið saknað á Spáni í átján daga Sást síðast á leið niður á strönd að kvöldi til. 30. júlí 2018 15:55