Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júní 2018 21:11 Eins og alltaf þarf Alþingi að afgreiða fjölda mála með atkvæðagreiðslu á lokametrunum áður en þingið getur farið í frí Alls voru 14 lagafrumvörp borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu á Alþingi á stuttum þingfundi sem hófst klukkan hálf átta í kvöld og var frestað innan við korteri síðar. Öll frumvörpin voru samþykkt með miklum meirihluta en um er að ræða 12 stjórnarfrumvörp frá ráðherrum og 2 frumvörp frá meirihlutum fastanefnda. Öðrum atkvæðagreiðslum hefur verið frestað til morguns. Þá var eitt frumvarp borið upp til seinni atkvæðagreiðslu og samþykkt þannig að það verður að lögum. Það var frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem var lagt fram af félags- og jafnréttismálaráðherra. Já sögðu 53 þingmenn og 9 greiddu ekki atkvæði, allir úr Miðflokknum, Sjálfstæðisflokknum eða Flokki fólksins. Meðal þeirra mála sem voru samþykkt í fyrri atkvæðagreiðslu í kvöld eru lagafrumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um Kjararáð og bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, sem hefur verið nefnt sterafrumvarpið. Alþingi hafði áður fellt breytingartillögu Pírata við frumvarpið um Kjararáð sem fól í sér að gera Kjararáð afturreka með fyrri ákvörðun um launahækkanir Alþingismanna og ráðherra og lækka laun þeirra aftur. Aðeins þingmenn Pírata og Samfylkingar greiddu atkvæði með þeirri tillögu við aðra umræðu fumvarpsins. Við fyrstu atkvæðagreiðslu greiddu 48 þingmenn atkvæði með frumvarpinu, einn var fjarverandi og 14 greiddu ekki atkvæði, þar á meðal allir 6 þingmenn Pírata.Sterafrumvarp Óttars gengur aftur Tvær breytingartillögur voru gerðar við sterafrumvarpið við aðra umræðu, frumvarpið það var upphaflega lagt fram af Óttari Proppé þegar hann var heilbrigðisráðherra en náði ekki fram að ganga áður en sú stjórn féll. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri Grænna, lagði til að bæta við málsgrein þess efnis að varsla eða meðferð þeirra efna og lyfja sem frumvarpið fjallar um skuli aðeins vera refsiverð þegar magnið er umfram það sem talist getur til eigin neyslu. Var sú breytingartillaga samþykkt með 56 atkvæðum gegn 7. Allir þingmenn studdu breytingartillöguna nema 7 þingmenn Miðflokksins sem allir sögðu nei við þessari breytingu. Minnihluti velferðarnefndar lagði til breytingartillögu sem fól í sér að ráðherra skyldi falið að skilgreina í reglugerð hvað teldist dagskammtur af hverju lyfi. Fella skyldi niður refsingu í málum þar sem um væri að ræða 10 dagskammta eða færri þar sem efnin væru ætluð til eigin neyslu. Var sú tillaga felld með 26 atkvæðum gegn 37 en frumvarpið sjálft var síðan samþykkt með 62 atkvæðum en aðeins dómsmálaráðherra var fjarverandi atkvæðagreiðsluna, enda væntanlega önnum kafin við að vinna í afgreiðslu frumvarps um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.Veipfyllt bakherbergi Stefnt er að því að ljúka þingstörfum á morgun en eins og oft áður hafa formenn flokkanna haldið að sér spilunum til að reyna að ná sem mestu fram í samningaviðræðum á bak við tjöldin. Nú þegar er búið að fresta afgreiðslu frumvarps um lækkun veiðigjalda fram á næsta þing eins og stjórnarandstaðan hafði krafist. Einhverjar viðræður hafa verið í gangi um afgreiðslu fyrrnefnds frumvarps dómsmálaráðherra um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Töluvert hefur verið deilt um frumvarpið sem stjórnarandstaðan segir alltof viðamikið til að samþykkja á lokametrum þingsins. Boðað var til fundar í allsherjar- og menntamálanefndar klukkan 19 í kvöld, fyrir þær atkvæðagreiðslur sem nefndar eru að ofan, til að reyna að skera á hnútinn. Þingfundur hélt áfram klukkan 21:17. Opnað var fyrir þriðju umræðu um hið umdeild rafrettufrumvarp, eða veipfrumvarpið, en enginn kvaddi sér hljóðs og var atkvæðagreiðslu frestað. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum þeim atkvæðagreiðslum, sem eftir eru, frestað til morguns. Tengdar fréttir Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Já sögðu 31 þingmaður, nei sögðu 19, sjö greiddu ekki atkvæði, tveir voru með skráða fjarvist og fjórir voru fjarverandi. 8. júní 2018 17:51 Íslandsstofa tafði fyrir sátt um þinglok Eftir sleitulausar samningaviðræður stjórnar og stjórnarandstöðu síðustu daga virðist sátt vera að nást um þinglok. Frumvarp um Íslandsstofu var hvað erfiðast að semja um. 8. júní 2018 06:00 Stjórnarandstaðan fagnar tímabundnum sigri í veiðigjaldamálinu Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. 8. júní 2018 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Alls voru 14 lagafrumvörp borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu á Alþingi á stuttum þingfundi sem hófst klukkan hálf átta í kvöld og var frestað innan við korteri síðar. Öll frumvörpin voru samþykkt með miklum meirihluta en um er að ræða 12 stjórnarfrumvörp frá ráðherrum og 2 frumvörp frá meirihlutum fastanefnda. Öðrum atkvæðagreiðslum hefur verið frestað til morguns. Þá var eitt frumvarp borið upp til seinni atkvæðagreiðslu og samþykkt þannig að það verður að lögum. Það var frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem var lagt fram af félags- og jafnréttismálaráðherra. Já sögðu 53 þingmenn og 9 greiddu ekki atkvæði, allir úr Miðflokknum, Sjálfstæðisflokknum eða Flokki fólksins. Meðal þeirra mála sem voru samþykkt í fyrri atkvæðagreiðslu í kvöld eru lagafrumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um Kjararáð og bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, sem hefur verið nefnt sterafrumvarpið. Alþingi hafði áður fellt breytingartillögu Pírata við frumvarpið um Kjararáð sem fól í sér að gera Kjararáð afturreka með fyrri ákvörðun um launahækkanir Alþingismanna og ráðherra og lækka laun þeirra aftur. Aðeins þingmenn Pírata og Samfylkingar greiddu atkvæði með þeirri tillögu við aðra umræðu fumvarpsins. Við fyrstu atkvæðagreiðslu greiddu 48 þingmenn atkvæði með frumvarpinu, einn var fjarverandi og 14 greiddu ekki atkvæði, þar á meðal allir 6 þingmenn Pírata.Sterafrumvarp Óttars gengur aftur Tvær breytingartillögur voru gerðar við sterafrumvarpið við aðra umræðu, frumvarpið það var upphaflega lagt fram af Óttari Proppé þegar hann var heilbrigðisráðherra en náði ekki fram að ganga áður en sú stjórn féll. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri Grænna, lagði til að bæta við málsgrein þess efnis að varsla eða meðferð þeirra efna og lyfja sem frumvarpið fjallar um skuli aðeins vera refsiverð þegar magnið er umfram það sem talist getur til eigin neyslu. Var sú breytingartillaga samþykkt með 56 atkvæðum gegn 7. Allir þingmenn studdu breytingartillöguna nema 7 þingmenn Miðflokksins sem allir sögðu nei við þessari breytingu. Minnihluti velferðarnefndar lagði til breytingartillögu sem fól í sér að ráðherra skyldi falið að skilgreina í reglugerð hvað teldist dagskammtur af hverju lyfi. Fella skyldi niður refsingu í málum þar sem um væri að ræða 10 dagskammta eða færri þar sem efnin væru ætluð til eigin neyslu. Var sú tillaga felld með 26 atkvæðum gegn 37 en frumvarpið sjálft var síðan samþykkt með 62 atkvæðum en aðeins dómsmálaráðherra var fjarverandi atkvæðagreiðsluna, enda væntanlega önnum kafin við að vinna í afgreiðslu frumvarps um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.Veipfyllt bakherbergi Stefnt er að því að ljúka þingstörfum á morgun en eins og oft áður hafa formenn flokkanna haldið að sér spilunum til að reyna að ná sem mestu fram í samningaviðræðum á bak við tjöldin. Nú þegar er búið að fresta afgreiðslu frumvarps um lækkun veiðigjalda fram á næsta þing eins og stjórnarandstaðan hafði krafist. Einhverjar viðræður hafa verið í gangi um afgreiðslu fyrrnefnds frumvarps dómsmálaráðherra um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Töluvert hefur verið deilt um frumvarpið sem stjórnarandstaðan segir alltof viðamikið til að samþykkja á lokametrum þingsins. Boðað var til fundar í allsherjar- og menntamálanefndar klukkan 19 í kvöld, fyrir þær atkvæðagreiðslur sem nefndar eru að ofan, til að reyna að skera á hnútinn. Þingfundur hélt áfram klukkan 21:17. Opnað var fyrir þriðju umræðu um hið umdeild rafrettufrumvarp, eða veipfrumvarpið, en enginn kvaddi sér hljóðs og var atkvæðagreiðslu frestað. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum þeim atkvæðagreiðslum, sem eftir eru, frestað til morguns.
Tengdar fréttir Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Já sögðu 31 þingmaður, nei sögðu 19, sjö greiddu ekki atkvæði, tveir voru með skráða fjarvist og fjórir voru fjarverandi. 8. júní 2018 17:51 Íslandsstofa tafði fyrir sátt um þinglok Eftir sleitulausar samningaviðræður stjórnar og stjórnarandstöðu síðustu daga virðist sátt vera að nást um þinglok. Frumvarp um Íslandsstofu var hvað erfiðast að semja um. 8. júní 2018 06:00 Stjórnarandstaðan fagnar tímabundnum sigri í veiðigjaldamálinu Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. 8. júní 2018 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Já sögðu 31 þingmaður, nei sögðu 19, sjö greiddu ekki atkvæði, tveir voru með skráða fjarvist og fjórir voru fjarverandi. 8. júní 2018 17:51
Íslandsstofa tafði fyrir sátt um þinglok Eftir sleitulausar samningaviðræður stjórnar og stjórnarandstöðu síðustu daga virðist sátt vera að nást um þinglok. Frumvarp um Íslandsstofu var hvað erfiðast að semja um. 8. júní 2018 06:00
Stjórnarandstaðan fagnar tímabundnum sigri í veiðigjaldamálinu Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. 8. júní 2018 14:21