Ræða Opruh var innblásin af MeToo-byltinguni og sagði hún að ný dögun væri á sjóndeildarhringnum og að konur muni ekki lengur þola ofbeldi af hálfu karlmanna.
Ivanka lofsamaði ræðu Winfrey á Twitter síðu sinni og kallaði eftir því að konur og karlar stæðu saman. Nefndi hún Time‘s Up herferðina sem snýr að því að uppræta kynferðislega áreitni innan skemmtanaiðnaðarins og á öðrum vinnustöðum.
Just saw @Oprah's empowering & inspiring speech at last night's #GoldenGlobes. Let's all come together, women & men, & say #TIMESUP! #United https://t.co/vpxUBJnCl7
— Ivanka Trump (@IvankaTrump) January 9, 2018
Forsetinn var meðal annars sakaður um að káfa á konum, þvinga þær til að kyssa sig og að ganga óvænt inn í búningsherbergi í fegurðarsamkeppnum.
Ivanka Trump hefur gert málefni kvenna að sínu aðal umfjöllunarefni síðan hún tók við starfi sínu sem ráðgjafi forsetans. Á ráðstefnu í Tokyo í nóvember sagði hún til að mynda að kynferðisleg áreitni ætti aldrei að líðast.