
Sókn stjórnarhersins nálgast nú þessi svæði, samkvæmt utanríkisráðherra Tyrklands.
Einn af forvarsmönnum hjálparsamtakanna Union of Medical Care and Relife Organisations eða UOSSM sem blaðamaður Guardian ræddi við segir að loftárásir hafi verið gerðar á minnst átta sjúkrahús í héraðinu á undanförnum mánuði. Markmiðið sé að þvinga fólk til að flýja af svæðinu. UOSSM reka fjölda sjúkrahúsa í Sýrlandi.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega sjötíu þúsund manns hafi flúið undan nýjustu sókn stjórnarhersins og einnig er talið að rúmlega milljón manns, sem hafi flúið frá öðrum héruðum Sýrlands, haldi til í Idlib. Mögulegt þykir að fjölmargir þeirra muni flýja til Tyrklands.