Ungir leikmenn voru í aðalhlutverki í úrvalsliði þrettándu umferðar Domino´s deildar karla en í liðinu eru:
Haukamaðurinn Kári Jónsson var með 30 stig og 6 stoðsendingar í sigri á Grindavík.
Þórsarinn Hilmar Smári Henningsson var með 18 stig, 8 fráköst og 70 prósent skotnýtingu í sigri í Keflavík.
Njarðvíkingurinn Terrell Vinson var með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri á Þór Þorl.
Þórsarinn Ingvi Rafn Ingvarsson var með 20 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í sigri í Keflavík.
KR-ingurinn Kristófer Acox var með 28 stig, 12 fráköst og 92 prósent skotnýtingu í sigri á Stjörnunni. Kristófer Acox var valinn besti leikmaður umferðinnar.
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs frá Akureyri var valinn besti þjálfari umferðarinnar.
Topplið Vals á tvo leikmenn í úrvalsliði fimmtándu umferðar Domino´s deildar kvenna en í liðinu eru:
Keflvíkingurinn Erna Hákonardóttir var með 14 stig og hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum í sigri á Snæfelli í Stykkishólmi.
Haukakonan Ragnheiður Björk Einarsdóttir var með 14 stig og 8 fráköst á 19 mínútum í sigri á Stjörnunni en tólf stiga hennar komu í fjórða leikhluta þegar Haukar snéru við leiknum.
Skallagrímskonan Carmen Tyson-Thomas var með 25 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar á aðeins 16 mínútum í sigri á Njarðvík.
Valskonan Ásta Júlía Grímsdóttir var með 16 stig, 6 fráköst, 3 stolna bolta og 86 prósent skotnýtingu í sigri á Breiðabliki.
Valskonan Guðbjörg Sverrisdóttir var með 13 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar í sigri á Breiðabliki. Guðbjörg var valin besti leikmaður umferðarinnar.
Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var valinn besti þjálfari umferðarinnar.