Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 19:15 Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með. Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með.
Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04
Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46