Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 19:15 Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með. Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með.
Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04
Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46