Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. maí 2018 20:00 Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“ Kosningar 2018 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. Eigandi listasmiðju sem rekin er í gömlu fiskvinnslu bæjarins segir nauðsynlegt að hlúa betur að frumkvöðlastarfi á landsbyggðinni. Á Stöðvarfirði hefur verið stanslaus fólksfækkun á síðustu árum enda segja heimamenn að lítið sé um atvinnutækifæri og er skólinn stærsti vinnustaðurinn. Í skólanum starfa þrettán manns fyrir 23 nemendur á grunn- og leikskólastigi. Í yngstu árgöngunum er einungis einn í hverjum bekk og situr fyrsti til fjórði bekkur saman í stofu. Skólastjóri að nemendum hafi fækkað hratt. „Það er ekki meira en svona tíu ár síðan við vorum þrjátíu og við vorum fimmtíu fyrir svona tuttugu árum,“ segir Jónas Eggert Ólafsson, skólastjóri Stöðvarfjarðarskóla. Á þeim tíma hrundi atvinnustarfsemi í bænum til grunna þegar fiskvinnslunni var lokað og togararnir fóru. Fólkið flutti með og telur Jónas að fleiri atvinnutækifæri þurfi til að draga það til baka. „Það væri það besta. Að hafa atvinnu og laða ungt fólk til bæjarins en það er meira en að segja það.“Að fá eitthvað fyrirtæki í bæinn? „Já, það væri það besta.“ Það er kannski táknrænt að fjölbreytt störf séu að fæðast í gömlu fiskvinnslunni, eða Sköpunarmiðstöðinni. Þar er tekið á móti listamönnum sem geta dvalið þar og skapar, einn eigandi er að setja upp hljóðver og hinir tveir móta leirfugla til að halda starfseminni gangandi. „Þetta er sem sagt okkar lifibrauð. Svona höldum við okkur uppi en allur rekstur, uppbygging og viðbygging er eitthvað sem við gerum sjálfboðaliðastarfi,“ segir Una Sigurðardóttir, eigandi Sköpunarmiðstöðvarinnar. Una segir þetta erfiðan róður og telur að efla þurfi styrkjaumhverfi á landsbyggðinni til að ýta undir nýsköpun. „Það er til svo mikils að vinna af því að ef það væri tekið utan um okkur af fullum þunga gætum við verið að koma upp fleiri störfum. Sem skiptir mjög miklu máli í svona bæjum eins og Stöðvarfirði.“
Kosningar 2018 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira