Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Breiðablik 1-3 | Sannfærandi Blikasigur í Kaplakrika Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 7. maí 2018 22:30 Blikar fara vel af stað í sumar. vísir/eyþór Breiðablik er á toppi Pepsi-deildar karla eftir fyrstu tvær umferðirnar eftir sannfærandi 3-1 sigur á FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Blikar voru sterkarði aðilinn í kvöld og áttu skilið að vinna leikinn. Blikar komust í 3-0 forystu með mörkum Gísla Eyjólfssonar, Elfars Freys Helgasonar og Jonathan Hendrickx en Steven Lennon náði að klóra í bakkann fyrir heimaenn með marki úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleikinn. FH-ingar gáfu aðeins í eftir markið sitt en Blikarnir voru fljótir að svara því og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Leikurinn í kvöld var opinn og skemmtilegur, enda greinilegt að bæði lið ætluðu að sækja til sigurs. FH-ingar voru sérstaklega óhræddir við að senda bakverðina sína fram og greinilegt var að þeir ætluðu að herja grimmt á Blikana. Breiðablik gaf hins vegar ekkert eftir, vörðust vel og voru duglegir að vinna boltann á miðjunni og svara með skyndisóknum. Sveinn Aron Guðjohnsen var óheppinn að skora ekki á nítjándu mínútu en skot hans var varið af Gunnari Nielsen, markverði FH-inga. FH-ingar misstu svo tökin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, þá sérstaklega í varnarleiknum. Það nýttu Blikar sér í snarpri sókn sem endaði með því að Gísli skoraði eftir frábæra sendingu Arnþórs Ara Atlasonar í blálok fyrri hálfleiks. Blikar hófu þann síðari hálfleik með látum og komust 2-0 yfir með skallamarki Elfars Freys eftir hornspyrnu. Gestirnir gáfu ekkert eftir, héldu áfram að sækja hratt á heimamenn og það skilaði árangri þegar Arnþór Ari vann aukaspyrnu á hættulegum stað. Úr henni skoraði Hendrickx en Gunnar hefði átt að verja skot hans. Mark Lennon reyndist líflína en skammvinn. Blikar áttu svör við aðgerðum FH-inga á lokakafla leiksins, héldu haus og unnu góðan sigur.Af hverju vann Breiðablik? Blikar spiluðu betur í kvöld, voru grimmari og sérstaklega öflugir að vinna boltann á eigin vallarhelmingi og sækja hratt á FH-inga. Hafnfirðingar ætluðu sér að vera sókndjarfir og herja á Blika en það bar lítinn árangur. FH-ingar virkuðu óagaðir í kvöld og það nýtti Breiðablik sér til hlítar.Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson var maður leiksins í kvöld og spilaði frábærlega fyrir Blika. Fleiri áttu fínan dag fyrir Blika og er sérstaklega vert að minnast á þá Willum Þór Willumsson, sem fékk tækifærið í byrjunarliðinu í dag, sem og Arnþór Ara Atlason. Sveinn Aron Guðjohnsen átti líka mjög fína spretti en það voru margir Blikar sem stóðu sig vel í dag.Hvað gekk illa? Varnarleikur FH. Guðmundur Kristjánsson átti ekki sinn besta dag enda miðjumaður að upplagi en hann leysti stöðu miðvarðar í dag. Varnarlína FH virtist óstöðug í dag og henni var refsað fyrir það.Hvað gerist næst? Sjóðheitir Blikar taka á móti nýliðum Keflavíkur í kvöld og þar gefst Breiðabliki gott tækifæri til að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar. FH-ingar mæta Fjölnismönnum á útivelli á sunnudag og þurfa að svara fyrir tapið í dag.Ágúst: Þurfum að stíga varlega til jarðar Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, fer frábærlega af stað með nýtt lið en auk þess að vera með fullt hús stiga hafa Blikar skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í sumar. „Við höfum verið að spila frábærlega í upphafi móts, auk þess að skora öll þessi mörk. Í kvöld vildum við halda áfram að spila okkar leik og það gekk mjög vel. Við skoruðum þrjú mörk á erfiðum útivelli. Þetta var frábær leikur,“ sagði Ágúst. „Við gátum haldið boltanum vel í dag og það pirrar andstæðinginn. Við vorum góðir og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég tel að stigin þrjú hafi endað á réttum stað.“ Blikum var ekki spáð í toppbaráttuna fyrir mót hjá helstu fjölmiðlum og Ágúst segir ljóst að Blikar ætli sér að berjast um titilinn. En það þurfi að halda haus. „Þetta byrjar vel og ljóst að ef við höldum svona áfram þá verðum við í toppbaráttunni. En við þurfum að stíga varlega til jarðar og halda áfram á þessari braut.“Ólafur: Þurfum að berja í brestina Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að þolinmóðir Blikar hafi átt skilið að vinna FH í leik liðanna í Hafnarfirði í kvöld. „Þetta var klárlega ekki óskabyrjun mín eða okkar. Við töpuðum fyrir liði sem verðskuldaði sigurinn. Þeir voru sprækir og refsuðu okkur,“ sagði Ólafur sem stýrði í kvöld FH í fyrsta sinn í deildarleik á heimavelli. „Við vissum að þeir yrðu þolinmóðir í dag og myndu sækja hratt á okkur þegar þeir fengu tækifæri til þess. Þess vegna var það sérstaklega fúlt að við skyldum opna okkur í lok fyrri hálfleiksins þó svo að það hefðu verið vissulega verið viðvörunarljós fyrir markið.“ Blikar komust svo í 2-0 snemma í síðari hálfleik og Ólafur segir að það hafi verið erfitt að bregðast strax við því. „Þeir voru þéttir og við vorum ekki nógu góðir í því sem við vildum gera. Því fór sem fór,“ sagði hann. Ólafur segir að það þýðir ekkert að hengja haus. „Þegar á móti blæs verður að berja í brestina og við verðum nú að sýna úr hverju við erum gerðir.“Davíð: Þeir voru bara betri Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, fór ekki í felur með það að 3-1 sigur Blika á Kaplakrikavelli í kvöld hafi verið sanngjarn. „Þeir voru bara betri í dag. Við vorum ekki ákveðnir og náðum ekki að pressa á þá eins og við vildum,“ sagði Davíð Þór eftir leikinn í kvöld. „Við höfðum á köflum ákveðna yfirburði í spilinu í fyrri hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að nýta það betur.“ FH-ingar voru sókndjarfir í kvöld og það nýttu Blikar sér ítrekað til að sækja hratt á Hafnfirðinga, með góðum árangri. „Við vorum of opnir. Ég veit ekki af hverju. Kannski sóttum við á of mörgum mönnum og misstum boltann. Þeir voru duglegir að keyra á okkur.“ Hann segir ljóst að staðan sé ekki eins og FH-ingar óskuðu sér. „Þetta er afturför eftir síðustu tvo leiki og við þurfum nú að skoða hvað sé að og laga það,“ sagði fyrirliði FH-inga.Hendrickx: Ég á skilið að fá virðingu stuðningsmanna FH Blikar unnu sannfærandi 3-1 sigur á FH í annarri umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Jonathan Hendrickx skoraði eitt marka Blika gegn hans gamla félagi en hann lék áður með Hafnfirðingum við góðan orðstír. „Við vildum taka þrjú stig í dag. Við vorum betra liðið og það er góð tilfinning að vera á toppnum,“ sagði hann en Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Hendrickx skoraði mark sitt beint úr aukaspyrnu en það var þriðja mark Blika í leiknum. „Gunnar hefði vafalaust getað gert betur en ég vildi láta reyna á hann og bað því um að fá að taka spyrnuna. Mark er mark og það var gaman að sjá hann inni.“ Eftir markið hljóp Hendrickx upp að stuðningsmönnum FH og fagnaði marki sínu fyrir framan þá, FH-ingum til mikillar gremju. Hendrickx fékk að líta gula spjaldið fyrir fögnuðinn. „Ég hef heyrt margt misjafnt síðustu mánuðina eftir að ég samdi við Breiðablik. Ég vildi ekki gefa nein viðbrögð fyrir leik en á meðan honum stóð heyrði ég margt misjafnt - að ég væri hálfviti [e. wanker] og fleira í þeim dúr.“ „Það sem vakti fyrir mér var að biðja þá um að sýna mér virðingu. Ég sjálfur ber virðingu fyrir þessu félagi og öllum hjá FH. Þetta voru mín skilaboð. Ég bað þá um að þegja og bera virðingu fyrir mér, því ég tel að ég eigi hana skilið eftir allt það sem ég gerði fyrir FH.“ Pepsi Max-deild karla
Breiðablik er á toppi Pepsi-deildar karla eftir fyrstu tvær umferðirnar eftir sannfærandi 3-1 sigur á FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Blikar voru sterkarði aðilinn í kvöld og áttu skilið að vinna leikinn. Blikar komust í 3-0 forystu með mörkum Gísla Eyjólfssonar, Elfars Freys Helgasonar og Jonathan Hendrickx en Steven Lennon náði að klóra í bakkann fyrir heimaenn með marki úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleikinn. FH-ingar gáfu aðeins í eftir markið sitt en Blikarnir voru fljótir að svara því og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Leikurinn í kvöld var opinn og skemmtilegur, enda greinilegt að bæði lið ætluðu að sækja til sigurs. FH-ingar voru sérstaklega óhræddir við að senda bakverðina sína fram og greinilegt var að þeir ætluðu að herja grimmt á Blikana. Breiðablik gaf hins vegar ekkert eftir, vörðust vel og voru duglegir að vinna boltann á miðjunni og svara með skyndisóknum. Sveinn Aron Guðjohnsen var óheppinn að skora ekki á nítjándu mínútu en skot hans var varið af Gunnari Nielsen, markverði FH-inga. FH-ingar misstu svo tökin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, þá sérstaklega í varnarleiknum. Það nýttu Blikar sér í snarpri sókn sem endaði með því að Gísli skoraði eftir frábæra sendingu Arnþórs Ara Atlasonar í blálok fyrri hálfleiks. Blikar hófu þann síðari hálfleik með látum og komust 2-0 yfir með skallamarki Elfars Freys eftir hornspyrnu. Gestirnir gáfu ekkert eftir, héldu áfram að sækja hratt á heimamenn og það skilaði árangri þegar Arnþór Ari vann aukaspyrnu á hættulegum stað. Úr henni skoraði Hendrickx en Gunnar hefði átt að verja skot hans. Mark Lennon reyndist líflína en skammvinn. Blikar áttu svör við aðgerðum FH-inga á lokakafla leiksins, héldu haus og unnu góðan sigur.Af hverju vann Breiðablik? Blikar spiluðu betur í kvöld, voru grimmari og sérstaklega öflugir að vinna boltann á eigin vallarhelmingi og sækja hratt á FH-inga. Hafnfirðingar ætluðu sér að vera sókndjarfir og herja á Blika en það bar lítinn árangur. FH-ingar virkuðu óagaðir í kvöld og það nýtti Breiðablik sér til hlítar.Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson var maður leiksins í kvöld og spilaði frábærlega fyrir Blika. Fleiri áttu fínan dag fyrir Blika og er sérstaklega vert að minnast á þá Willum Þór Willumsson, sem fékk tækifærið í byrjunarliðinu í dag, sem og Arnþór Ara Atlason. Sveinn Aron Guðjohnsen átti líka mjög fína spretti en það voru margir Blikar sem stóðu sig vel í dag.Hvað gekk illa? Varnarleikur FH. Guðmundur Kristjánsson átti ekki sinn besta dag enda miðjumaður að upplagi en hann leysti stöðu miðvarðar í dag. Varnarlína FH virtist óstöðug í dag og henni var refsað fyrir það.Hvað gerist næst? Sjóðheitir Blikar taka á móti nýliðum Keflavíkur í kvöld og þar gefst Breiðabliki gott tækifæri til að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar. FH-ingar mæta Fjölnismönnum á útivelli á sunnudag og þurfa að svara fyrir tapið í dag.Ágúst: Þurfum að stíga varlega til jarðar Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, fer frábærlega af stað með nýtt lið en auk þess að vera með fullt hús stiga hafa Blikar skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í sumar. „Við höfum verið að spila frábærlega í upphafi móts, auk þess að skora öll þessi mörk. Í kvöld vildum við halda áfram að spila okkar leik og það gekk mjög vel. Við skoruðum þrjú mörk á erfiðum útivelli. Þetta var frábær leikur,“ sagði Ágúst. „Við gátum haldið boltanum vel í dag og það pirrar andstæðinginn. Við vorum góðir og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég tel að stigin þrjú hafi endað á réttum stað.“ Blikum var ekki spáð í toppbaráttuna fyrir mót hjá helstu fjölmiðlum og Ágúst segir ljóst að Blikar ætli sér að berjast um titilinn. En það þurfi að halda haus. „Þetta byrjar vel og ljóst að ef við höldum svona áfram þá verðum við í toppbaráttunni. En við þurfum að stíga varlega til jarðar og halda áfram á þessari braut.“Ólafur: Þurfum að berja í brestina Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að þolinmóðir Blikar hafi átt skilið að vinna FH í leik liðanna í Hafnarfirði í kvöld. „Þetta var klárlega ekki óskabyrjun mín eða okkar. Við töpuðum fyrir liði sem verðskuldaði sigurinn. Þeir voru sprækir og refsuðu okkur,“ sagði Ólafur sem stýrði í kvöld FH í fyrsta sinn í deildarleik á heimavelli. „Við vissum að þeir yrðu þolinmóðir í dag og myndu sækja hratt á okkur þegar þeir fengu tækifæri til þess. Þess vegna var það sérstaklega fúlt að við skyldum opna okkur í lok fyrri hálfleiksins þó svo að það hefðu verið vissulega verið viðvörunarljós fyrir markið.“ Blikar komust svo í 2-0 snemma í síðari hálfleik og Ólafur segir að það hafi verið erfitt að bregðast strax við því. „Þeir voru þéttir og við vorum ekki nógu góðir í því sem við vildum gera. Því fór sem fór,“ sagði hann. Ólafur segir að það þýðir ekkert að hengja haus. „Þegar á móti blæs verður að berja í brestina og við verðum nú að sýna úr hverju við erum gerðir.“Davíð: Þeir voru bara betri Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, fór ekki í felur með það að 3-1 sigur Blika á Kaplakrikavelli í kvöld hafi verið sanngjarn. „Þeir voru bara betri í dag. Við vorum ekki ákveðnir og náðum ekki að pressa á þá eins og við vildum,“ sagði Davíð Þór eftir leikinn í kvöld. „Við höfðum á köflum ákveðna yfirburði í spilinu í fyrri hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að nýta það betur.“ FH-ingar voru sókndjarfir í kvöld og það nýttu Blikar sér ítrekað til að sækja hratt á Hafnfirðinga, með góðum árangri. „Við vorum of opnir. Ég veit ekki af hverju. Kannski sóttum við á of mörgum mönnum og misstum boltann. Þeir voru duglegir að keyra á okkur.“ Hann segir ljóst að staðan sé ekki eins og FH-ingar óskuðu sér. „Þetta er afturför eftir síðustu tvo leiki og við þurfum nú að skoða hvað sé að og laga það,“ sagði fyrirliði FH-inga.Hendrickx: Ég á skilið að fá virðingu stuðningsmanna FH Blikar unnu sannfærandi 3-1 sigur á FH í annarri umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Jonathan Hendrickx skoraði eitt marka Blika gegn hans gamla félagi en hann lék áður með Hafnfirðingum við góðan orðstír. „Við vildum taka þrjú stig í dag. Við vorum betra liðið og það er góð tilfinning að vera á toppnum,“ sagði hann en Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Hendrickx skoraði mark sitt beint úr aukaspyrnu en það var þriðja mark Blika í leiknum. „Gunnar hefði vafalaust getað gert betur en ég vildi láta reyna á hann og bað því um að fá að taka spyrnuna. Mark er mark og það var gaman að sjá hann inni.“ Eftir markið hljóp Hendrickx upp að stuðningsmönnum FH og fagnaði marki sínu fyrir framan þá, FH-ingum til mikillar gremju. Hendrickx fékk að líta gula spjaldið fyrir fögnuðinn. „Ég hef heyrt margt misjafnt síðustu mánuðina eftir að ég samdi við Breiðablik. Ég vildi ekki gefa nein viðbrögð fyrir leik en á meðan honum stóð heyrði ég margt misjafnt - að ég væri hálfviti [e. wanker] og fleira í þeim dúr.“ „Það sem vakti fyrir mér var að biðja þá um að sýna mér virðingu. Ég sjálfur ber virðingu fyrir þessu félagi og öllum hjá FH. Þetta voru mín skilaboð. Ég bað þá um að þegja og bera virðingu fyrir mér, því ég tel að ég eigi hana skilið eftir allt það sem ég gerði fyrir FH.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti