Elvar Már: Veit af áhuga í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. maí 2018 08:30 Elvar í háskólaboltanum. vísir/getty Elvar Már Friðriksson, bakvörðurinn knái úr Njarðvík, útskrifaðist um helgina með gráðu í viðskiptastjórnun eftir fjögurra ár nám við Barry-háskóla í Bandaríkjunum. Elvar sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið átti góðu gengi að fagna með liði skólans í D2-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Var hann tvívegis valinn leikmaður ársins í SSC-deildinni, en í henni spila lið frá Flórídaskaganum, en hann skipti yfir í Barry eftir aðeins eitt ár hjá LIU Brooklyn. Hann lítur feginn til baka á ákvörðunina. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun og ég sé ekki eftir því að hafa skipt. Mér leið ekki vel þar og þegar horft er á körfuboltahliðina þá hentaði leikstíllinn mér ekki, hér eru fleiri evrópskir leikmenn og meiri evrópsk menning sem hentar mér,“ segir Elvar. „Strax þegar ég kem hingað þá kynnist ég liðsfélögum alls staðar að og ég náði strax mjög góðu sambandi við þá,“ segir Elvar en hann efast um að hann hefði enst árin fjögur í Brooklyn. „Við byrjuðum sjö saman fyrsta árið, ég, Martin og fimm aðrir, og ég var fyrstur til að fara. Ári seinna fór Martin og þá fóru hinir fimm leikmennirnir sem byrjuðu á sama tíma. Ég er viss um að ef að ég hefði ekki farið frá Brooklyn hefði ég ekki enst í þessi fjögur ár og klárað námið mitt.“ Þrátt fyrir að Barry sé í deild fyrir neðan LIU fannst Elvari hann læra mun meira og spila betri körfubolta. „Hiklaust, við unnum mjög sterkan skóla sem kemur úr efstu deild og vorum að spila góðan körfubolta. Ég hef lært heilmikið af því að vera hér, ég hef breytt leikstíl mínum mikið og bætt mig sem leikstjórnandi. Ég þurfti að læra að stjórna liðinu, vera leiðtogi og axla aukna ábyrgð.“ Elvar kemur heim til Íslands í sumar en ætlar ekki að ræða neitt við íslensk lið, hann stefnir á að komast út í atvinnumennsku. „Ég hef ekkert talað við nein lið heima strax, ég er að horfa til Evrópu og ætla ekkert að opna á viðræður heima í bili. Ég ætla að reyna að nýta meðbyrinn sem ég hef frá Bandaríkjunum til að finna mér lið í Evrópu. Ég er kominn með umboðsmann og veit af áhuga nokkurra liða,“ segir Elvar en meðal annars kemur áhugi frá Frakklandi. „Ég veit af áhuga úr Pro-B deildinni í Frakklandi þar sem Martin byrjaði, það var góður stökkpallur fyrir hann og ég hef rætt þetta við hann og Hauk Helga Pálsson sem leika í Frakklandi. Það er gott að geta rætt þetta við stráka sem hafa verið í þessum sporum.“ Komi ekkert spennandi upp segir hann að það sé alltaf eitt lið sem standi næst hjartanu. „Ef ekkert spennandi kemur upp skoða ég möguleikann á að spila á Íslandi og þá er eitt lið ansi líklegt sem á sinn stað nálægt hjartastaðnum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa því þegar ég sá myndir frá veðrinu á Íslandi,“ segir Elvar. „Það hafa verið ágætis forréttindi að búa í hita og sól allan ársins hring, ég hef reynt að nýta síðustu dagana í sólinni vel,“ segir Elvar hlæjandi að lokum. Körfubolti Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, bakvörðurinn knái úr Njarðvík, útskrifaðist um helgina með gráðu í viðskiptastjórnun eftir fjögurra ár nám við Barry-háskóla í Bandaríkjunum. Elvar sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið átti góðu gengi að fagna með liði skólans í D2-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Var hann tvívegis valinn leikmaður ársins í SSC-deildinni, en í henni spila lið frá Flórídaskaganum, en hann skipti yfir í Barry eftir aðeins eitt ár hjá LIU Brooklyn. Hann lítur feginn til baka á ákvörðunina. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun og ég sé ekki eftir því að hafa skipt. Mér leið ekki vel þar og þegar horft er á körfuboltahliðina þá hentaði leikstíllinn mér ekki, hér eru fleiri evrópskir leikmenn og meiri evrópsk menning sem hentar mér,“ segir Elvar. „Strax þegar ég kem hingað þá kynnist ég liðsfélögum alls staðar að og ég náði strax mjög góðu sambandi við þá,“ segir Elvar en hann efast um að hann hefði enst árin fjögur í Brooklyn. „Við byrjuðum sjö saman fyrsta árið, ég, Martin og fimm aðrir, og ég var fyrstur til að fara. Ári seinna fór Martin og þá fóru hinir fimm leikmennirnir sem byrjuðu á sama tíma. Ég er viss um að ef að ég hefði ekki farið frá Brooklyn hefði ég ekki enst í þessi fjögur ár og klárað námið mitt.“ Þrátt fyrir að Barry sé í deild fyrir neðan LIU fannst Elvari hann læra mun meira og spila betri körfubolta. „Hiklaust, við unnum mjög sterkan skóla sem kemur úr efstu deild og vorum að spila góðan körfubolta. Ég hef lært heilmikið af því að vera hér, ég hef breytt leikstíl mínum mikið og bætt mig sem leikstjórnandi. Ég þurfti að læra að stjórna liðinu, vera leiðtogi og axla aukna ábyrgð.“ Elvar kemur heim til Íslands í sumar en ætlar ekki að ræða neitt við íslensk lið, hann stefnir á að komast út í atvinnumennsku. „Ég hef ekkert talað við nein lið heima strax, ég er að horfa til Evrópu og ætla ekkert að opna á viðræður heima í bili. Ég ætla að reyna að nýta meðbyrinn sem ég hef frá Bandaríkjunum til að finna mér lið í Evrópu. Ég er kominn með umboðsmann og veit af áhuga nokkurra liða,“ segir Elvar en meðal annars kemur áhugi frá Frakklandi. „Ég veit af áhuga úr Pro-B deildinni í Frakklandi þar sem Martin byrjaði, það var góður stökkpallur fyrir hann og ég hef rætt þetta við hann og Hauk Helga Pálsson sem leika í Frakklandi. Það er gott að geta rætt þetta við stráka sem hafa verið í þessum sporum.“ Komi ekkert spennandi upp segir hann að það sé alltaf eitt lið sem standi næst hjartanu. „Ef ekkert spennandi kemur upp skoða ég möguleikann á að spila á Íslandi og þá er eitt lið ansi líklegt sem á sinn stað nálægt hjartastaðnum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa því þegar ég sá myndir frá veðrinu á Íslandi,“ segir Elvar. „Það hafa verið ágætis forréttindi að búa í hita og sól allan ársins hring, ég hef reynt að nýta síðustu dagana í sólinni vel,“ segir Elvar hlæjandi að lokum.
Körfubolti Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira