Körfubolti

Þau bestu verð­launuð á loka­hófi KKÍ

Sindri Sverrisson skrifar
Þóra Kristín Jónsdóttir, leikmaður ársins í Bónus-deild kvenna 2024-25.
Þóra Kristín Jónsdóttir, leikmaður ársins í Bónus-deild kvenna 2024-25. vísir/Anton

Nú þegar deildarkeppninni er lokið í Bónus-deildum karla og kvenna í körfubolta var í dag komið að lokahófi KKÍ þar sem fremsta fólk deildanna, sem og í 1. deildum karla og kvenna, var heiðrað.

Bein útsending frá hófinu hófst klukkan 12:15 og var hægt að horfa á hana í spilaranum hér að neðan. Stefán Árni Pálsson stýrði hófinu og Andri Már Eggertsson var á svæðinu til að spyrja fólk spjörunum úr.

Upptöku frá hófinu má sjá hér að neðan.

Úrslitakeppnirnar í báðum deildum hefjast á næstunni. Konurnar byrja á mánudag og þriðjudag í 8-liða úrslitum en hjá körlunum eru fyrstu leikir næsta miðvikudag og fimmtudag.

Úrslitakeppni kvenna:

  • Leikur 1
  • Mánudagur 31. mars
  • 19.00 Keflavík - Tindastóll
  • 19.30 Haukar - Grindavík
  • Þriðjudagur 1. apríl
  • 19.00 Þór Ak. - Valur
  • 19.30 Njarðvík - Stjarnan
  • -
  • Leikur 2
  • Föstudagur 4. apríl
  • 19.00 Tindastóll - Keflavík
  • 19.30 Grindavík - Haukar
  • Laugardagur 5. apríl
  • 18.15 Stjarnan - Njarðvík
  • 19.00 Valur - Þór Ak.
  • -
  • Leikur 3
  • Þriðjudagur 8. apríl
  • 19.00 Keflavík - Tindastóll
  • 19.30 Haukar - Grindavík
  • Miðvikudagur 9. apríl
  • 19.00 Þór Ak. - Valur
  • 19.30 Njarðvík - Stjarnan

Leikir 4, ef þarf, eru 12. og 13. apríl en oddaleikir 16. apríl.

Úrslitakeppni karla:

  • Leikur 1
  • Miðvikudagur 2. apríl
  • 19.00 Tindastóll - Keflavík
  • 19.30 Valur - Grindavík
  • Fimmtudagur 3. apríl
  • 19.00 Njarðvík - Álftanes
  • 19.30 Stjarnan - ÍR
  • -
  • Leikur 2
  • Sunnudagur 6. apríl
  • 19.00 Grindavík - Valur
  • 19.30 Keflavík - Tindastóll
  • Mánudagur 7. apríl
  • 19.00 ÍR - Stjarnan
  • 19.30 Álftanes - Njarðvík
  • -
  • Leikur 3
  • Fimmtudagur 10. apríl
  • 19.00 Tindastóll - Keflavík
  • 19.30 Valur - Grindavík
  • Föstudagur 11. apríl
  • 19.00 Stjarnan - ÍR
  • 19.30 Njarðvík - Álftanes

Leikir 4, ef þarf, eru 14. og 15. apríl en oddaleikir 18. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×