Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 12:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það hafa verið vonbrigði að tveir þingmenn VG greiddu atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra í gær. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Þingmennirnir upplýstu þingflokk VG um það á þingflokksfundi áður en umræðan um vantraust hófst hvernig þau myndu kjósa. Katrín segir að að sjálfsögðu hefði það áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust yrði samþykkt á einn ráðherra. „Á endanum þegar ráðherralisti var lagður fyrir þingflokk VG nú í nóvember þá var um leið samþykkt bókun af hálfu þingflokksins um stuðning við félagslega niðurstöðu flokksráðsfundar VG og það átta sig auðvitað allir á því að vantrauststillaga á einn ráðherra hefur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Studdu ráðherralista en greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmála Þannig að þú lítur svo á að ef að tillagan hefði verið samþykkt hefði ríkisstjórnarsamstarfinu verið sjálfhætt? „Ef það er samþykkt vantraust á einn ráðherra þá hefur það að sjálfsögðu afleiðingar á ríkisstjórnarsamstarfið í heild,“ segir Katrín. Hún vill ekki tjá sig um það hvort hún líti þá svo á að Rósa Björk og Andrés Ingi styðji ekki ríkisstjórnina og segir að þau verði að svara fyrir sína afstöðu. Þau studdu ráðherralista VG en greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmálanum á flokksráðsfundi VG í nóvember. Þá sagði Rósa að hún áskildi sér rétt til þess að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. Orð forsætisráðherra um vantraust á einn ráðherra og ríkisstjórnarsamstarfið enduróma orð sem Lilja Rafney Magnúsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn VG, létu falla á Alþingi í gær í umræðum um vantraustið. Þar lýstu þær báðar áhyggjum af því að tillagan snerist um ríkisstjórnina í heild. „Níu þingmenn Vinstri grænna meta það svo að ríkisstjórnarsamstarfið sé undir ef að vantraust verður samþykkt. Við myndum líta þannig á ef málið sneri að okkur, annað er einföldun á pólitíkinni,“ sagði Bjarkey til að mynda þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í gærkvöldi. Vantrauststillagan kom ekki á óvart Aðspurð hvort að það hafi komið henni á óvart að vantrauststillagan var lögð fram segir hún svo ekki vera. „Nei. Þetta er náttúrulega margboðið og búið að tala um þetta lengi. Ég fór auðvitað yfir það í minni ræðu að mér fyndist ekki fullnægjandi rök fyrir þessari tillögu. Það breytir því ekki að það sem hefur komið fram í dómi Hæstaréttar og héraðsdóms hafi í rauninni legið fyrir í nefndarálitinu sem ég mælti fyrir síðastliðið vor,“ segir Katrín og bætir við að hún teldi það ekki ástæðu til afsagnar heldur ástæðu til að fara yfir málið, nýta tækifærið og fara yfir lagaumgjörð um skipan dómara. „Hæstiréttur kemst að því að ráðherra hafi gerst brotlegur við 10. grein stjórnsýsluréttarins, sem er auðvitað matskennd regla, þannig að mér fannst rökin með vantrausti ekki fullnægjandi fyrir utan að þau voru auðvitað mjög mismunandi hjá stjórnarandstöðunni,“ segir Katrín.En maður veltir því þá fyrir sér hvenær ráðherrar á Íslandi eigi að segja af sér ef það gerist ekki þegar ráðherra hefur fengið á sig dóm fyrir að brjóta lög? „Ég held að lögbrot sé í sjálfu sér ekki mælikvarði á þetta í þessu ljósi. Ég held að það liggi í hinni pólitísku menningu og hjá hverjum og einum hvenær fólk finnur hjá sér þá þörf fyrir að segja af sér. Ég hef nú sagt það líka að ég held að við eigum svolítið langt í land með okkar pólitísku menningu í þá átt,“ segir Katrín. Í byrjun árs skipaði Katrín starfshóp til að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Spurð út í þann hóp í þessu samhengi segir Katrín: „Mín trú er sú að svona breytingar verði ekki á einni nóttu og ég hef heyrt það frá þingmönnum, meira að segja úr mínum eigin flokki að þeim finnist lítið til koma að leggja til slíka vinnu. Ég er bara algjörlega ósammála því. Það sem þarf að gera ef við viljum breyta kerfi þá þarf að huga að því hvar við getum breytt innan kerfisins. Það er auðvitað umhugsunarefni hversu stutt á veg komin við vorum varðandi siðareglur og hagsmunaskráningu fyrir hrun. Enn og aftur erum við kannski ekki í takt við það sem gengur og gerist annars staðar og ég held að það sé mikilvægt að við breytum því kerfislægt.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Þingmennirnir upplýstu þingflokk VG um það á þingflokksfundi áður en umræðan um vantraust hófst hvernig þau myndu kjósa. Katrín segir að að sjálfsögðu hefði það áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust yrði samþykkt á einn ráðherra. „Á endanum þegar ráðherralisti var lagður fyrir þingflokk VG nú í nóvember þá var um leið samþykkt bókun af hálfu þingflokksins um stuðning við félagslega niðurstöðu flokksráðsfundar VG og það átta sig auðvitað allir á því að vantrauststillaga á einn ráðherra hefur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Studdu ráðherralista en greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmála Þannig að þú lítur svo á að ef að tillagan hefði verið samþykkt hefði ríkisstjórnarsamstarfinu verið sjálfhætt? „Ef það er samþykkt vantraust á einn ráðherra þá hefur það að sjálfsögðu afleiðingar á ríkisstjórnarsamstarfið í heild,“ segir Katrín. Hún vill ekki tjá sig um það hvort hún líti þá svo á að Rósa Björk og Andrés Ingi styðji ekki ríkisstjórnina og segir að þau verði að svara fyrir sína afstöðu. Þau studdu ráðherralista VG en greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmálanum á flokksráðsfundi VG í nóvember. Þá sagði Rósa að hún áskildi sér rétt til þess að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. Orð forsætisráðherra um vantraust á einn ráðherra og ríkisstjórnarsamstarfið enduróma orð sem Lilja Rafney Magnúsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn VG, létu falla á Alþingi í gær í umræðum um vantraustið. Þar lýstu þær báðar áhyggjum af því að tillagan snerist um ríkisstjórnina í heild. „Níu þingmenn Vinstri grænna meta það svo að ríkisstjórnarsamstarfið sé undir ef að vantraust verður samþykkt. Við myndum líta þannig á ef málið sneri að okkur, annað er einföldun á pólitíkinni,“ sagði Bjarkey til að mynda þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í gærkvöldi. Vantrauststillagan kom ekki á óvart Aðspurð hvort að það hafi komið henni á óvart að vantrauststillagan var lögð fram segir hún svo ekki vera. „Nei. Þetta er náttúrulega margboðið og búið að tala um þetta lengi. Ég fór auðvitað yfir það í minni ræðu að mér fyndist ekki fullnægjandi rök fyrir þessari tillögu. Það breytir því ekki að það sem hefur komið fram í dómi Hæstaréttar og héraðsdóms hafi í rauninni legið fyrir í nefndarálitinu sem ég mælti fyrir síðastliðið vor,“ segir Katrín og bætir við að hún teldi það ekki ástæðu til afsagnar heldur ástæðu til að fara yfir málið, nýta tækifærið og fara yfir lagaumgjörð um skipan dómara. „Hæstiréttur kemst að því að ráðherra hafi gerst brotlegur við 10. grein stjórnsýsluréttarins, sem er auðvitað matskennd regla, þannig að mér fannst rökin með vantrausti ekki fullnægjandi fyrir utan að þau voru auðvitað mjög mismunandi hjá stjórnarandstöðunni,“ segir Katrín.En maður veltir því þá fyrir sér hvenær ráðherrar á Íslandi eigi að segja af sér ef það gerist ekki þegar ráðherra hefur fengið á sig dóm fyrir að brjóta lög? „Ég held að lögbrot sé í sjálfu sér ekki mælikvarði á þetta í þessu ljósi. Ég held að það liggi í hinni pólitísku menningu og hjá hverjum og einum hvenær fólk finnur hjá sér þá þörf fyrir að segja af sér. Ég hef nú sagt það líka að ég held að við eigum svolítið langt í land með okkar pólitísku menningu í þá átt,“ segir Katrín. Í byrjun árs skipaði Katrín starfshóp til að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Spurð út í þann hóp í þessu samhengi segir Katrín: „Mín trú er sú að svona breytingar verði ekki á einni nóttu og ég hef heyrt það frá þingmönnum, meira að segja úr mínum eigin flokki að þeim finnist lítið til koma að leggja til slíka vinnu. Ég er bara algjörlega ósammála því. Það sem þarf að gera ef við viljum breyta kerfi þá þarf að huga að því hvar við getum breytt innan kerfisins. Það er auðvitað umhugsunarefni hversu stutt á veg komin við vorum varðandi siðareglur og hagsmunaskráningu fyrir hrun. Enn og aftur erum við kannski ekki í takt við það sem gengur og gerist annars staðar og ég held að það sé mikilvægt að við breytum því kerfislægt.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13