Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2018 13:11 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45