Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2018 00:42 Sólveig Anna Jónsdóttir er í skýjunum, ætlar að fagna í nótt en mæta galvösk í fyrramálið á leikskólann þar sem hún starfar og gefa börnunum lýsi og hafragraut. Vísir/Ernir „Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“ Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30