Óvíst hvort grói um heilt í Eyjum TG skrifar 16. júní 2018 08:00 Páll Magnússon Vísir/Anton Brink „Ég hef verið í samskiptum við forystuna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Við erum með okkar hugmyndir en við viljum aðallega koma okkar hlið á framfæri og heyra í þeim hljóðið og út frá því munum við hugsanlega ræða okkar væntingar til málsins.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon í harðorðri ályktun. Ljóst er að ólga er innan flokksins og óskaði fulltrúaráðið í Eyjum eftir fundi með forystu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari staðfesti í samtali við Fréttablaðið að forysta flokksins hefði farið yfir stöðuna og ráðgert sé að eiga fund með Eyjamönnum á næstunni. Eyjamenn og Valhöll leita núna að heppilegum fundartíma en vonast er eftir því að hann verði sem fyrst svo hægt sé að ræða málin. Aðspurður hvort hann haldi að grói um heilt segir Jarl: „Ég sé það ekki fyrir mér, þarna er bara fólk sem er búið að stofna annan flokk. Það eru núna þrír flokkar í Vestmannaeyjum og það er bara fínt fyrir lýðræðið að hafa úr nægu að velja, en maður veit aldrei hvað gerst.“ Jarl segir að viðbrögðin við ályktun fulltrúaráðsins hafi verið blendin og samkvæmt heimildum blaðsins er forystan talin vera í þröngri stöðu. „Menn skiptast í flokka eftir því hvernig þeir taka þessu. Mér finnst flestir hafa skilning á því að við óskum eftir fundi, það er ekki hægt að láta þetta hjá líða án þess að eitthvað sé gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00 Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Ég hef verið í samskiptum við forystuna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Við erum með okkar hugmyndir en við viljum aðallega koma okkar hlið á framfæri og heyra í þeim hljóðið og út frá því munum við hugsanlega ræða okkar væntingar til málsins.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon í harðorðri ályktun. Ljóst er að ólga er innan flokksins og óskaði fulltrúaráðið í Eyjum eftir fundi með forystu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari staðfesti í samtali við Fréttablaðið að forysta flokksins hefði farið yfir stöðuna og ráðgert sé að eiga fund með Eyjamönnum á næstunni. Eyjamenn og Valhöll leita núna að heppilegum fundartíma en vonast er eftir því að hann verði sem fyrst svo hægt sé að ræða málin. Aðspurður hvort hann haldi að grói um heilt segir Jarl: „Ég sé það ekki fyrir mér, þarna er bara fólk sem er búið að stofna annan flokk. Það eru núna þrír flokkar í Vestmannaeyjum og það er bara fínt fyrir lýðræðið að hafa úr nægu að velja, en maður veit aldrei hvað gerst.“ Jarl segir að viðbrögðin við ályktun fulltrúaráðsins hafi verið blendin og samkvæmt heimildum blaðsins er forystan talin vera í þröngri stöðu. „Menn skiptast í flokka eftir því hvernig þeir taka þessu. Mér finnst flestir hafa skilning á því að við óskum eftir fundi, það er ekki hægt að láta þetta hjá líða án þess að eitthvað sé gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00 Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36