„Kjaraviðræður eru að skila hlutfallslega hærri tekjum til lágtekjuhópanna en kerfið er að vinna á móti“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 2. september 2018 14:48 Birgir Ármannsson, Oddný G. Harðardóttir og Björn Leví Gunnarsson voru gestir í Sprengisandi í morgun og ræddu meðal annar um launaþróun og kjaramál og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Birgir benti á að ríkið og sveitarfélög séu stórir aðilar sem viðsemjendur en alls ekki þeir einu. „Það er auðvitað ljóst að ríkisvaldið getur með einhverjum hætti orðið til þess að greiða fyrir samkomulag á vinnumarkaði. Auðvitað verðum við að hafa í huga að samningamál á vinnumarkaði eru fyrst og fremst málefni aðila vinnumarkaðarins sem semja um kaup og kjör. Stjórnvöld taka það hlutverk ekki af þeim, það er neyðarúrræði ef það er gert. Meginverkefnið liggur hjá aðilum vinnumarkaðarins og kjarasamningar eru ekki miðstýrðir í þeim skilningi að það sé hægt að gefa út einhverja eina línu. Það eru fjölmargir mismunandi aðilar sem að koma að því, bæði verkalýðs megin og atvinnurekenda megin. Ríkið og sveitarfélögin eru stórir aðilar auðvitað sem viðsemjendur en hins vegar alls ekki þeir einu,“ segir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að það sé augljóst að ríkið þarf að koma með kröftugum hætti þarna inn. Eins og hefur verið bent á í umræðunni og í skýrslum að þá hefur þeim til dæmis fækkað sem að fengu barnabætur 2013, þeim fjölskyldum hefur fækkað um 12.000. Það eru helmingi færri fjölskyldur sem fá vaxtabætur núna en 2013,“ segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Kjaraviðræður eru að skila hlutfallslega hærri tekjum til lágtekjuhópanna en kerfið er að vinna á móti. Kerfið sem að ríkisstjórnin og stjórnvöld bera ábyrgð á. Það verður mjög áhugavert að sjá þetta núna í framhaldinu miðað við hvernig fjármálaáætlunin lítur út að það á að lækka um eitt prósentustig neðra skattþrepið sem er ekki mjög mikil jöfnunaraðgerð hvað það varðar og gagnast þessum hópum sem að eru að lenda í kerfisgöllunum alls ekki. Þannig að miðað við fjármálaáætlunin að þá erum við bara að horfa fram á breytt ástand hvað þetta varðar.,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Birgir Ármannsson, Oddný G. Harðardóttir og Björn Leví Gunnarsson voru gestir í Sprengisandi í morgun og ræddu meðal annar um launaþróun og kjaramál og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Birgir benti á að ríkið og sveitarfélög séu stórir aðilar sem viðsemjendur en alls ekki þeir einu. „Það er auðvitað ljóst að ríkisvaldið getur með einhverjum hætti orðið til þess að greiða fyrir samkomulag á vinnumarkaði. Auðvitað verðum við að hafa í huga að samningamál á vinnumarkaði eru fyrst og fremst málefni aðila vinnumarkaðarins sem semja um kaup og kjör. Stjórnvöld taka það hlutverk ekki af þeim, það er neyðarúrræði ef það er gert. Meginverkefnið liggur hjá aðilum vinnumarkaðarins og kjarasamningar eru ekki miðstýrðir í þeim skilningi að það sé hægt að gefa út einhverja eina línu. Það eru fjölmargir mismunandi aðilar sem að koma að því, bæði verkalýðs megin og atvinnurekenda megin. Ríkið og sveitarfélögin eru stórir aðilar auðvitað sem viðsemjendur en hins vegar alls ekki þeir einu,“ segir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að það sé augljóst að ríkið þarf að koma með kröftugum hætti þarna inn. Eins og hefur verið bent á í umræðunni og í skýrslum að þá hefur þeim til dæmis fækkað sem að fengu barnabætur 2013, þeim fjölskyldum hefur fækkað um 12.000. Það eru helmingi færri fjölskyldur sem fá vaxtabætur núna en 2013,“ segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Kjaraviðræður eru að skila hlutfallslega hærri tekjum til lágtekjuhópanna en kerfið er að vinna á móti. Kerfið sem að ríkisstjórnin og stjórnvöld bera ábyrgð á. Það verður mjög áhugavert að sjá þetta núna í framhaldinu miðað við hvernig fjármálaáætlunin lítur út að það á að lækka um eitt prósentustig neðra skattþrepið sem er ekki mjög mikil jöfnunaraðgerð hvað það varðar og gagnast þessum hópum sem að eru að lenda í kerfisgöllunum alls ekki. Þannig að miðað við fjármálaáætlunin að þá erum við bara að horfa fram á breytt ástand hvað þetta varðar.,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira