Íslenska ríkið sýknað vegna kaupa á jörðinni Felli Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 14:28 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið ehf. Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu.
Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18