Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun ekki leika með Grindavík í Domino's deild karla á næsta tímabili. Hann staðfesti þetta við mbl.is í dag.
Sigurður Gunnar snéri aftur Grindavíkur fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið þrjú ár í atvinnumennsku. Hann varð Íslandsmeistari með Grindavík 2012 og 2013.
Hann sagði ekki ljóst hvar hann spili komandi vetur og útilokaði ekki að fara aftur erlendis.
Sigurður skoraði 12,8 stig, tók 8,8 fráköst og gaf 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Grindavík á síðasta tímabili.
Sigurður Gunnar yfirgefur Grindavík
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






„Gott að sjá honum blæða á vellinum“
Körfubolti

Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn



Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn