Byrjar nýja árið á því að saka Pakistan um „lygar og svik“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2018 18:48 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðorður í garð pakistanskra yfirvalda í tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið var það fyrsta úr smiðju forsetans á nýju ári en hann segir heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt 33 milljarða dala í þróunaraðstoð í Pakistan. New York Times greindi frá því á föstudag að Trump íhugi nú alvarlega að skera niður þróunaraðstoð til Pakistan um 225 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 23 milljarða íslenskra króna. Ástæðan að baki þeim vangaveltum er talin vangeta stjórnvalda í Islamabad, höfuðborg Pakistan, til að taka á hryðjuverkastarfsemi í landinu.The United States has foolishly given Pakistan more than 33 billion dollars in aid over the last 15 years, and they have given us nothing but lies & deceit, thinking of our leaders as fools. They give safe haven to the terrorists we hunt in Afghanistan, with little help. No more!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 1, 2018 Trump gefur fréttaflutningi NYT byr undir báða vængi með tísti sínu í dag. Hann segir það heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt umræddar fjárhæðir til þróunaraðstoðar í Pakistan og hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð nema „lygar og svik“. „Þeir skjóta skjólhúsi yfir hryðjuverkamennina sem við eltumst við í Afganistan, með lítilli aðstoð. Ekki meira!“ ritar Trump. Af þessu má því ráða að Pakistan fái ekki frekari aðstoð, eða að minnsta kosti verulega skerta, frá Bandaríkjunum. Samskipti milli yfirvalda ríkjanna tveggja hafa verið stirð undanfarna mánuði. Í sumar kallaði Trump eftir því að stjórnvöld í Islamabad hættu öllum stuðningi við skæruliða sem leita skjóls við afgönsku landamærin. Yfirvöld í Pakistan hafa hafnað þessum ásökunum forsetans en fundað verður um málið í pakistanska þinginu á morgun, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57 Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðorður í garð pakistanskra yfirvalda í tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið var það fyrsta úr smiðju forsetans á nýju ári en hann segir heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt 33 milljarða dala í þróunaraðstoð í Pakistan. New York Times greindi frá því á föstudag að Trump íhugi nú alvarlega að skera niður þróunaraðstoð til Pakistan um 225 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 23 milljarða íslenskra króna. Ástæðan að baki þeim vangaveltum er talin vangeta stjórnvalda í Islamabad, höfuðborg Pakistan, til að taka á hryðjuverkastarfsemi í landinu.The United States has foolishly given Pakistan more than 33 billion dollars in aid over the last 15 years, and they have given us nothing but lies & deceit, thinking of our leaders as fools. They give safe haven to the terrorists we hunt in Afghanistan, with little help. No more!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 1, 2018 Trump gefur fréttaflutningi NYT byr undir báða vængi með tísti sínu í dag. Hann segir það heimskulegt að Bandaríkjamenn skuli hafa veitt umræddar fjárhæðir til þróunaraðstoðar í Pakistan og hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð nema „lygar og svik“. „Þeir skjóta skjólhúsi yfir hryðjuverkamennina sem við eltumst við í Afganistan, með lítilli aðstoð. Ekki meira!“ ritar Trump. Af þessu má því ráða að Pakistan fái ekki frekari aðstoð, eða að minnsta kosti verulega skerta, frá Bandaríkjunum. Samskipti milli yfirvalda ríkjanna tveggja hafa verið stirð undanfarna mánuði. Í sumar kallaði Trump eftir því að stjórnvöld í Islamabad hættu öllum stuðningi við skæruliða sem leita skjóls við afgönsku landamærin. Yfirvöld í Pakistan hafa hafnað þessum ásökunum forsetans en fundað verður um málið í pakistanska þinginu á morgun, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian.
Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57 Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ætla að berjast til sigurs í Afganistan Donald Trump ávarpaði samkomu í Fort Meyer-herstöðinni í Texas í gær og ræddi þar hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í Afganistan. 22. ágúst 2017 06:57
Ætla að fjölga hermönnum í Afganistan Ekki liggur fyrir hve marga hermenn Bandaríkin ætla að senda. 31. ágúst 2017 18:34
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15