Lögmaður Trump hættur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2018 16:10 John Dowd, lögmaður Trump. Vísir/Getty John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. Þetta kemur fram á vef CNN en í yfirlýsingu segist Dowd elska forsetann og óskar hann honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður þess að Dowd hafi sagt upp störfum en Trump hefur að undanförnu gagnrýnt Robert Mueller, sem leiðir rannsóknina, harkalega, ekki síst á Twitter. New York Times segir að Dowd hafi íhugað að hætta nokkrum sinnum síðustu mánuði. Á endanum hafi honum sýnst Trump vera farinn að hunsa ráðleggingar sínar æ oftar.Stutt er síðan Dowd kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna myndi stöðva rannsókn Mueller. Sagði hann rannsóknina vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. Í fyrstu sagði Dowd vera að tjá sig sem lögmaður Trump en dró þó fljótlega í land og sagðist ekki hafa vera að tala fyrir hönd forsetans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var Dowd þakkað fyrir störf hans en fyrr í vikunni réð Trump Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. Er búist við því að hann muni leika aðalhlutverk í lögfræðiteymi Trump. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. Þetta kemur fram á vef CNN en í yfirlýsingu segist Dowd elska forsetann og óskar hann honum velfarnaðar í framtíðinni. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæður þess að Dowd hafi sagt upp störfum en Trump hefur að undanförnu gagnrýnt Robert Mueller, sem leiðir rannsóknina, harkalega, ekki síst á Twitter. New York Times segir að Dowd hafi íhugað að hætta nokkrum sinnum síðustu mánuði. Á endanum hafi honum sýnst Trump vera farinn að hunsa ráðleggingar sínar æ oftar.Stutt er síðan Dowd kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna myndi stöðva rannsókn Mueller. Sagði hann rannsóknina vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. Í fyrstu sagði Dowd vera að tjá sig sem lögmaður Trump en dró þó fljótlega í land og sagðist ekki hafa vera að tala fyrir hönd forsetans. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var Dowd þakkað fyrir störf hans en fyrr í vikunni réð Trump Joseph E. diGenova, lögmann og fyrrverandi ríkissaksóknara, til að bætast í hóp lögfræðiteymis síns. Er búist við því að hann muni leika aðalhlutverk í lögfræðiteymi Trump. DiGenova þessi hefur meðal annars sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa komið sök á Trump. Heldur hann því fram að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. „Þetta var óskammfeilið samsæri til að hreinsa Hillary Clinton ólöglega af sök og ef hún ynni ekki kosningarnar, að koma sök á Donald Trump með glæpum sem voru ranglega búnir til,“ sagði diGenova við Fox News-sjónvarpsstöðina í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00