Ólafía mætir bestu konu heimslistans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. mars 2018 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer af stað á sínu fjórða LPGA móti í dag þegar hún hefur keppni á Kia Classic mótinu sem leikið er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Íþróttamaður ársins 2017 byrjaði árið vel með því að lenda í 26. sæti á Pure Silk mótinu sem haldið var á Bahamaeyjum. Hún náði ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Ólafía tók þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í febrúar þar sem hún endaði í 14. sæti. Ólafía er í ráshóp í dag með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður Kóreu. Þær leggja af stað frá fyrsta teig klukkan 13:28 að staðartíma, eða klukkan 20:28 að íslenskum tíma. Beck náði inn á topp 10 á fyrsta móti ársins á Bahamaeyjum og það gerði sú suður-kóreska á HSBC mótinu í Singapore. Það eru því engir aukvisar sem spila með Ólafíu, en þær voru báðar nýliðar árið 2015. Ólafía var einnig á meðal keppenda á þessu móti í fyrra en þá náði hún ekki í gegnum niðurskurðinn. Flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks á mótinu, meðal annars efsti kylfingur heimslistans, hin kínverska Shanshan Feng. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira