Læknabekkirnir óvirkir meðan slysið er rannsakað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 13:02 Frá Læknavaktinni á Háaleitisbraut. vísir/vilhelm Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira