Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 17:00 Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug. Vísir/Getty Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Ný tegund af klámi hefur haslað sér völl á ógnarhraða síðustu vikur. Um er að ræða svokölluð „Deepfakes“-myndbönd, eða djúpfalsanir, en í þeim er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. Myndböndin eru mörg svo vönduð að nær ómögulegt er að átta sig á því að um falsað efni sé að ræða. Tilkoma efnisins hefur vakið upp siðferðislegar spurningar, og nokkurn óhug, að því er fram kemur í ítarlegri úttekt breska ríkisútvarpsins á málinu. Staða viðfanga myndbandanna, sem enn sem komið er hafa nær eingöngu verið þekktar konur úr Hollywood á borð við Emmu Watson og Natalie Portman, innan réttarkerfisins er óljós. Þær koma vissulega ekki fram í myndböndunum í raun og veru en hafa á hinn bóginn ekki veitt samþykki fyrir notkun á ímynd sinni.Game of Thrones-leikkonan Natalie Dormer er ein þeirra sem klippt hefur verið inn í djúpfölsunar-myndband. Myndin er skjáskot úr einu slíku myndskeiði.Vísir/SkjáskotAuðvelt í framleiðslu fyrir hinn almenna netnotanda Hraðar tækniframfarir hafa nú orðið til þess að nokkuð auðvelt er að búa til djúpfölsunar-myndskeið – og afraksturinn er afar raunverulegur. Aðgerðin þarfnast sérstaks hugbúnaðar, sem hægt er að sækja af netinu, auk ljósmynda af manneskjunni sem orðið hefur fyrir valinu og klámmyndskeiðs sem notað er sem grunnur. Samfélagsmiðlanotkun gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að nálgast ljósmyndir af nær hverjum sem er og því gætu óbreyttir borgarar átt á hættu að vera klipptir inn í myndbönd með þessum hætti. Ljóst er að mörkin á milli stafræns kynferðisofbeldis og hefðbundins klámefnis verða sífellt óljósari eftir því sem tækninni fleytir hraðar fram. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki skilgreint í lögum margra landa, það er t.d. enn til umræðu að gera það refsivert hér á landi, og þá er óljóst hvort myndbönd af þessu tagi falli yfirleitt undir skilgreiningu á kynferðisofbeldi. Réttarstaða leikvennanna Jennifer Lawrence og fleiri starfssystra hennar var skýr þegar nektarmyndum af þeim var lekið á netið árið 2014 eftir stórtæka árás tölvuþrjóta á snjalltæki Hollywood-kvenna en bandaríska alríkislögreglan, FBI, fór til að mynda með rannsókn máls Lawrence. Líklegt er að erfiðara verði að beita sér í málum er varða djúpfalsanir.Skoða hvort bregðast ætti við þróuninni Djúpfalsanirnar eru þó ekki alltaf notaðar í kynferðislegum tilgangi. Í spilaranum hér að neðan hafa til dæmis nokkur myndskeið verið klippt saman sem sýna bandaríska leikarann Nicholas Cage bregða sér í líki kvikmyndapersóna, sem hann hefur þó aldrei leikið í alvörunni. Eins og sjá má á myndbandinu er tæknin til myndbandagerðarinnar afar langt komin.Fyrstu myndböndum af þessu tagi var dreift á vefsíðunni Reddit, og þar hefur orðið til grundvöllur fyrir frekari deilingar á efninu. Samkvæmt heimildum BBC hyggjast stjórnendur síðunnar skoða hvort bregðast megi við málinu á einhvern hátt.Umfjöllun BBC um djúpfölsunar-myndskeiðin svokölluðu má lesa í heild hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
„Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Leikkonan Jennifer Lawrence talar opinberlega um nektarmyndalekann í fyrsta sinn. 7. október 2014 16:30
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið 15. mars 2017 16:21