Þyrla sótti skipverja með reykeitrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 17:29 Eldur kviknaði í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH 229. Landhelgisgæslan TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur sótt skipverja með reykeitrun sem var um borð í togskipinu Frosta ÞH 229. Umræddur skipverji, sem er einn af tólf, hlaut eitrunina þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Hann hefur verið fluttur vestur til Ísafjarðar og verður þaðan fluttur með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur þar sem hann verður lagður inn á spítala. Fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu mínútum láta sig síga úr þyrlunni TF-SYN niður í skipið til að vinna að slökkvistarfi. Óvíst er hvort eldur logi enn í vélarrúminu þar sem skipverjarnir lokuðu því af þegar eldurinn kom upp. Von er á varðskipi Landhelgisgæslunnar um sjöleytið.Neyðarkall um að eldur væri laus Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan korter yfir þrjú neyðarkall um að eldur væri laus í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH229. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu út tvær þyrlur sem og varðskipið Tý, sem þá var statt í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Togskipið var statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi þegar neyðarkallið barst. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt er að einn skipverjinn sé með reykeitrun. Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en að reykurinn hefði borist um allt skipið, að brú þess undanskilinni. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og er áætlað að hún verði komin að Frosta um half fimm leytið. TF-SYN, flug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er gert ráð fyrir að hún verði komin að Frosta klukkan sex. Tólf manns eru um borð í togskipinu Frosta ÞH229.LandhelgisgæslanBjörgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að skipinu laust fyrir klukkan sjö. Togarinn Sirrý ÍS36 kom að Frosta laust fyrir fjögur og er gert ráð fyrir því að hann taki Frosta í tog. Allar líkur eru á að TF-GNA flytji einn skipverja frá borði og fari með hann á Ísafjörð til aðhlynningar. Gott veður er á svæðinu og munu skipin halda áleiðis í land en aðrar bjargir halda sínu striki. Slökkviliðsmennirnir sem koma með TF-SYN munu kanna hvort eldurinn lifi enn í vélarrýminu.Uppfært klukkan 18:27 með nýjum upplýsingum um björgunar-og slökkviaðgerðir. Fyrirsögn var einnig uppfærð. Ísafjarðarbær Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur sótt skipverja með reykeitrun sem var um borð í togskipinu Frosta ÞH 229. Umræddur skipverji, sem er einn af tólf, hlaut eitrunina þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Hann hefur verið fluttur vestur til Ísafjarðar og verður þaðan fluttur með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur þar sem hann verður lagður inn á spítala. Fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu mínútum láta sig síga úr þyrlunni TF-SYN niður í skipið til að vinna að slökkvistarfi. Óvíst er hvort eldur logi enn í vélarrúminu þar sem skipverjarnir lokuðu því af þegar eldurinn kom upp. Von er á varðskipi Landhelgisgæslunnar um sjöleytið.Neyðarkall um að eldur væri laus Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust eftir klukkan korter yfir þrjú neyðarkall um að eldur væri laus í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH229. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu út tvær þyrlur sem og varðskipið Tý, sem þá var statt í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Togskipið var statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi þegar neyðarkallið barst. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt er að einn skipverjinn sé með reykeitrun. Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en að reykurinn hefði borist um allt skipið, að brú þess undanskilinni. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og er áætlað að hún verði komin að Frosta um half fimm leytið. TF-SYN, flug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er gert ráð fyrir að hún verði komin að Frosta klukkan sex. Tólf manns eru um borð í togskipinu Frosta ÞH229.LandhelgisgæslanBjörgunarskip Slysavarnafélags Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Áætlað er að varðskipið Týr verði komið að skipinu laust fyrir klukkan sjö. Togarinn Sirrý ÍS36 kom að Frosta laust fyrir fjögur og er gert ráð fyrir því að hann taki Frosta í tog. Allar líkur eru á að TF-GNA flytji einn skipverja frá borði og fari með hann á Ísafjörð til aðhlynningar. Gott veður er á svæðinu og munu skipin halda áleiðis í land en aðrar bjargir halda sínu striki. Slökkviliðsmennirnir sem koma með TF-SYN munu kanna hvort eldurinn lifi enn í vélarrýminu.Uppfært klukkan 18:27 með nýjum upplýsingum um björgunar-og slökkviaðgerðir. Fyrirsögn var einnig uppfærð.
Ísafjarðarbær Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira