Conor æfir í Las Vegas í glæsilegri æfingaaðstöðu UFC og er löngu mættur til syndaborgarinnar. Hann er í hrikalega góðu standi og efast ekki um að hann muni pakka Rússanum saman.
Liðsfélagar hans og þjálfarar mæta til æfinga saman í jeppum en Conor keyrir einn á sportbíl. Allt eins og það á vera.
Khabib fékk góða kveðju frá stuðningsmönnum sínum sem komu syngjandi í æfingasalinn áður en hann hélt til Vegas.
Fyrsta þáttinn má sjá hér að neðan en bardagakvöldið stóra verður svo í beinni á Stöð 2 Sport um næstu helgi.