Innlent

Tryggvi óttast að missa skjólið sitt eftir heimsókn borgarstarfsmanns

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Hér sést Tryggvi í útjaðri borgarinnar þar sem hann hefur búið undanfarin þrjú ár.
Hér sést Tryggvi í útjaðri borgarinnar þar sem hann hefur búið undanfarin þrjú ár. Vísir/Vilhelm
Tryggvi Hansen sem búið hefur á þriðja ár í rjóðri í útjaðri Reykjavíkur óttast um að missa skjólið sitt. Hann segir að starfsmaður á vegum Reykjavíkurborgar hafi komið til hans í dag og sagst vera að meta aðstæður til að „hreinsa af lóðinni“. Tryggvi er tónlistar- og myndlistarmaður ásamt því að vera torfhleðslumaður. 

Tryggvi segir starfsmanninn hafa verið að meta mögulegan kostnað borgarinnar við að kaupa reitinn. Tryggvi segist ekki vita hver á reitinn en hann sé að skoða það hver það sé og hvort hann geti þá keypt hann.

Áður hefur verið fjallað um aðstöðu Tryggva.

„Því borgin væri að meta hvort hún ætti að kaupa þessa bletti af eigendum leiguréttarins og ef þeir keyptu sem virtist stefnt á þá mundu þeir fella baðstofukotið og skjólið mitt hér og allt mér tengt,“ segir Tryggvi.

Tryggvi segist vera alveg undirlagður af þessari hótun og sé að velta fyrir sér ýmsum möguleikum í stöðunni.

„Athuga með hvort ég get keypt þennan landsrétt eða leigureit er eitt. Athuga hvort ráðandi fólk hjá borginni sé með á þessu að ráðist verði að mér. Óvissa og hótun um að missa allt sitt dót út í regnið er sérstök tegund af spennu,“ segir Tryggvi.


Tengdar fréttir

Gestur hnuplar af útilegumanni

Tryggvi Hansen hefur nú dvalið í meira en ár í rjóðri í útjaðri Reykjavíkur og hyggst halda þar til áfram þótt veturinn sem leið hafi verið langur og ískaldur. Þjófur sem gerði sig heimakominn vann skemmdarverk.

Ákall um hjálp úr skóginum

"Hér fór allt á annan endann í hvassviðrinu,“ segir Tryggvi Hansen, sem búið hefur í skógarjaðrinum í Reykjavík frá vorinu 2015.

Afkomandi huldufólks býr í skógarrjóðri við Reykjavík

Náttúruunnandinn Tryggvi Gunnar Hansen hefur frá því í maí hafst við í tjaldbúð í skóglendi í jaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir sig afkomanda og merkisbera fólks sem hafi verið hér fyrir "svikalandnám víkinga“ og vill að Íslendingar snúi í torfkofana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×