Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2018 14:00 Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. vísir/vilhelm Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira