Fótbolti

Hörður Björgvin kvaddi Bristol City á Twitter

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hörður Björgvin spilar í Rússlandi á næstu leiktíð
Hörður Björgvin spilar í Rússlandi á næstu leiktíð Vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er á förum frá enska B-deildarliðinu Bristol City eftir að hafa samið við rússneska stórveldið CSKA Moskva.

Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol árið 2016 og hefur leikið 61 leik fyrir félagið síðan þá. Hann kvaddi félagið með kveðju á Twitter síðu sinni í gær.

„Ég hef átt frábæran tíma hérna og eignast fullt af góðum minningum. Besta stundin var þegar þið sköpuðuð ótrúlegt andrúmsloft í leiknum gegn Man Utd á Ashton Gate.“

„Þið hafið verið ótrúlegir. Ég mun halda áfram að fylgjast með félaginu og vona að þið komist upp í úrvalsdeildina," er meðal þess sem Hörður segir en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu áður en hann færði sig til Bristol á Englandi.

Hann mun flytjast til rússnesku höfuðborgarinnar þegar Heimsmeistarakeppninni þar í landi lýkur og hefja æfingar með CSKA sem hefur þrettán sinnum orðið rússneskur meistari.


Tengdar fréttir

CSKA staðfestir komu Harðar

CSKA Moskva hefur staðfest komu íslenska landsliðsmannsins Harðar Björgvins Magnússonar til liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×