Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2018 20:30 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með þrettán prósenta fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri sex prósentum. Ferðamálastjóri segir enga ástæðu til svartsýni í greininni. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Talsverður barlómur hefur heyrst frá ferðaþjónustunni í vor. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti í morgun eru hins vegar þess eðlis að flestar aðrar atvinnugreinar myndu telja sig mega vel við una.Súluritið sýnir hvernig uppgangurinn heldur áfram. Erlendum ferðamönnum, sem fóru frá landinu í maímánuði, fjölgaði um 13 prósent frá fyrra ári, úr 146 þúsund manns upp í 165 þúsund.Grafík/Hlynur Magnússon.Tölur um brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll í maímánuði bera með sér að ævintýrið heldur áfram. Árið 2014 voru erlendir ferðamenn maímánaðar 67 þúsund, í maí í fyrra 146 þúsund en núna í ár 165 þúsund, þrettán prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. „Það er samt varlegt að draga of miklar ályktanir út frá einum mánuði. Við þurfum að sjá lengra tímabil. Það er fjölgun það sem af er þessu ári, miðað við sama tíma í fyrra, en við skulum sjá hvernig sumarið kemur út. Það er mikilvægasti tíminn,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Tölur um hlutfallslega fjölgun fyrstu fimm mánuði ársins sýna að hún var 30 prósent árið 2015, 35 prósent 2016, 46 prósent 2017, þannig að nærri sex prósenta aukning í ár bætist ofan á gríðarlega fjölgun undanfarin ár. „Þannig að þetta er ekkert slæmt og engin ástæða til þess að vera með neina svartsýni. Heldur þvert á móti. Það er ýmislegt - og margt gott - að gerast í ferðaþjónustu.“Súluritið sýnir hina gríðarlegu fjölgun ferðamanna fyrstu fimm mánuði undanfarinna ára. Þótt hægt hafi á aukningunni í ár heldur ferðamönnum samt áfram að fjölgaGrafík/Hlynur Magnússon.Þegar ferðamálastjóri rýnir í tölurnar sér hann fleira jákvætt, því að á meðan breskum ferðamönnum fækkar, sem dvelja jafnan stutt á landinu, þá fjölgar þjóðum sem dvelja jafnan lengur, eins og Bandaríkjamönnum og Mið- og Suður-Evrópubúum. „Bandaríkjamenn, sem eru þarna í talsverðri aukningu, þeir eru að dvelja að jafnaði fimm og hálfan dag. Þannig að það er alveg þokkalegt hjá þeim. Evrópuþjóðirnar eru að dvelja lengur. Bretarnir styttra. Það skiptir líka máli hvernig dreifingin er á milli þjóðerna, hvaða áhrif það hefur. Því það er lengdin sem skiptir máli, dvalarlengdin, en ekki fjöldinn sem kemur frá hverju landi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með þrettán prósenta fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri sex prósentum. Ferðamálastjóri segir enga ástæðu til svartsýni í greininni. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Talsverður barlómur hefur heyrst frá ferðaþjónustunni í vor. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti í morgun eru hins vegar þess eðlis að flestar aðrar atvinnugreinar myndu telja sig mega vel við una.Súluritið sýnir hvernig uppgangurinn heldur áfram. Erlendum ferðamönnum, sem fóru frá landinu í maímánuði, fjölgaði um 13 prósent frá fyrra ári, úr 146 þúsund manns upp í 165 þúsund.Grafík/Hlynur Magnússon.Tölur um brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll í maímánuði bera með sér að ævintýrið heldur áfram. Árið 2014 voru erlendir ferðamenn maímánaðar 67 þúsund, í maí í fyrra 146 þúsund en núna í ár 165 þúsund, þrettán prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. „Það er samt varlegt að draga of miklar ályktanir út frá einum mánuði. Við þurfum að sjá lengra tímabil. Það er fjölgun það sem af er þessu ári, miðað við sama tíma í fyrra, en við skulum sjá hvernig sumarið kemur út. Það er mikilvægasti tíminn,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Tölur um hlutfallslega fjölgun fyrstu fimm mánuði ársins sýna að hún var 30 prósent árið 2015, 35 prósent 2016, 46 prósent 2017, þannig að nærri sex prósenta aukning í ár bætist ofan á gríðarlega fjölgun undanfarin ár. „Þannig að þetta er ekkert slæmt og engin ástæða til þess að vera með neina svartsýni. Heldur þvert á móti. Það er ýmislegt - og margt gott - að gerast í ferðaþjónustu.“Súluritið sýnir hina gríðarlegu fjölgun ferðamanna fyrstu fimm mánuði undanfarinna ára. Þótt hægt hafi á aukningunni í ár heldur ferðamönnum samt áfram að fjölgaGrafík/Hlynur Magnússon.Þegar ferðamálastjóri rýnir í tölurnar sér hann fleira jákvætt, því að á meðan breskum ferðamönnum fækkar, sem dvelja jafnan stutt á landinu, þá fjölgar þjóðum sem dvelja jafnan lengur, eins og Bandaríkjamönnum og Mið- og Suður-Evrópubúum. „Bandaríkjamenn, sem eru þarna í talsverðri aukningu, þeir eru að dvelja að jafnaði fimm og hálfan dag. Þannig að það er alveg þokkalegt hjá þeim. Evrópuþjóðirnar eru að dvelja lengur. Bretarnir styttra. Það skiptir líka máli hvernig dreifingin er á milli þjóðerna, hvaða áhrif það hefur. Því það er lengdin sem skiptir máli, dvalarlengdin, en ekki fjöldinn sem kemur frá hverju landi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00
Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00