Erlent

Robbie Williams á meðal gesta sem flúðu brennandi lúxushótelið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hótelið er í þessu virðulega húsi í Knightsbridge-hverfinu í Lundúnum.
Hótelið er í þessu virðulega húsi í Knightsbridge-hverfinu í Lundúnum. vísir/getty
Yfir 100 slökkviliðsmenn börðust í dag og kvöld við mikinn eld sem braust út síðdegis á lúxushótelinu Mandarin Oriental í miðborg Lundúna.

Engan af gestum hótelsins sakaði í brunanum þar sem starfsmönnum þess tókst að rýma bygginguna en söngvarinn Robbie Williams var á meðal gestanna sem þurftu að flýja brennandi húsið.

Eldsupptök eru enn ókunn en undanfarið hafa staðið yfir miklar endurbætur á hótelinu sem kostuðu alls 185 milljónir punda eða sem samsvarar 26 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Endurbótunum lauk í síðasta mánuði.

Tilkynnt var um eldinn klukkan þrjú að íslenskum tíma og um tveimur tímum síðar sögðust slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum.

Þykkan svartan reyk lagði frá hótelinu en eldsupptök eru ókunn.

 

Alls eru 181 herbergi á Mandarin Oriental. Hótelið er á tólf hæðum og var fyrst opnað árið 1902 en hét þá Hyde Park Hotel, enda stendur það við Hyde Park í einustu fínasta hverfi Lundúna, Knightsbridge. Skammt frá er hin sögulega verslun Harrodds.

Hótelið er ekki hvað síst þekkt fyrir veitingastaðinn Dinner sem er með tvær Michelin-stjörnur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×