Erlent

120 slökkviliðsmenn berjast við stóran eld í London

Samúel Karl Ólason skrifar
Um 120 slökkviliðsmenn á tuttugu bílum hafa verið sendir á Mandarin Oriental hótelið í London þar sem mikill eldur er sagður geysa á efri hæðum hússins.
Um 120 slökkviliðsmenn á tuttugu bílum hafa verið sendir á Mandarin Oriental hótelið í London þar sem mikill eldur er sagður geysa á efri hæðum hússins. Vísir/AP
Um 120 slökkviliðsmenn á tuttugu bílum hafa verið sendir á Mandarin Oriental hótelið í London þar sem mikill eldur er sagður geysa á efri hæðum hússins. Mikinn reyk ber frá húsinu sem sést víða um borgina. Eldsupptök liggja ekki fyrir og sömuleiðis er ekki vitað hvort einhvern hafi sakað.

Vitni sem Sky News ræddu við segja eldinn hafa verið sýnilegan um mitt tólf hæða húsið. Slökkviliðið í London segir þó að eldurinn sé í þaki þess.



Byggingin sem um ræðir var fyrst opnuð árið 1902 og var Hyde Park hótelið rekið þar allt til ársins 1996 þegar Mandarin Oriental Hotel Goup keypti það. Miklar endurbætur voru gerðar á hótelinu og lauk þeim í síðasta mánuði. Iðnaðarmenn voru þó enn að störfum í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×