Viðræður fara vel af stað í Kópavogi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2018 13:45 Að sögn Birkis Jóns Jónssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi, eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Samsett mynd; Vísir/vilhelm Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir formlegar viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fara vel af stað. Í gær tilkynntu flokkarnir að þeir hygðust hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi en ákveðin pattstaða var uppi eftir sveitarstjórnarkosningar því ágreiningur kom upp á milli bæjarfulltrúa hjá samstarfsflokkum síðasta kjörtímabils, Sjálfstæðisflokki og BF Viðreisn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en það var þvert á sjónarmið Ármanns Kr. Ólafssonar, flokksleiðtoga Sjálfstæðismanna, sem taldi réttast að láta reyna á áframhaldandi meirihlutasamstarf. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Í samtali við Vísi segir Birkir Jón að vinnan sé á byrjunarstigi. Í gærkvöldi hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rætt um áherslur flokkanna og verður þeirri vinnu haldið áfram í dag. Spurður hvar bæjarfulltrúarnir hafi haldið fundinn bendir Birkir Jón á hið augljósa og svarar: „Í Kópavogi,“ og skellir upp úr en bætir við að þeir hefðu ræðst við í Hlíðasmára. Fulltrúar flokkanna hafa ekki sett sér nein tímamörk: „Við höfum ekki gert það, aðalatriðið er að vera á sömu blaðsíðunni hvað áherslumálin varðar en áherslur og stefna flokkanna fer að mörgu leyti vel saman og við ætlum að gefa okkur góðan tíma til þess að ljúka þeirri vinnu.“ Að sögn Birkis Jóns eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Hann segir að eflaust séu nokkur mál sem Framsókn hvikar ekki frá en að samtalið sé ekki komið á þann stað.Þrátt fyrir að viðræðurnar séu skammt á veg komnar, ertu bjartsýnn á að þið náið saman?„Já, það er góður andi og samhljómur á milli flokkanna í áherslum þannig að ég er bjartsýnn.“ Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir formlegar viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fara vel af stað. Í gær tilkynntu flokkarnir að þeir hygðust hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi en ákveðin pattstaða var uppi eftir sveitarstjórnarkosningar því ágreiningur kom upp á milli bæjarfulltrúa hjá samstarfsflokkum síðasta kjörtímabils, Sjálfstæðisflokki og BF Viðreisn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en það var þvert á sjónarmið Ármanns Kr. Ólafssonar, flokksleiðtoga Sjálfstæðismanna, sem taldi réttast að láta reyna á áframhaldandi meirihlutasamstarf. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Í samtali við Vísi segir Birkir Jón að vinnan sé á byrjunarstigi. Í gærkvöldi hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rætt um áherslur flokkanna og verður þeirri vinnu haldið áfram í dag. Spurður hvar bæjarfulltrúarnir hafi haldið fundinn bendir Birkir Jón á hið augljósa og svarar: „Í Kópavogi,“ og skellir upp úr en bætir við að þeir hefðu ræðst við í Hlíðasmára. Fulltrúar flokkanna hafa ekki sett sér nein tímamörk: „Við höfum ekki gert það, aðalatriðið er að vera á sömu blaðsíðunni hvað áherslumálin varðar en áherslur og stefna flokkanna fer að mörgu leyti vel saman og við ætlum að gefa okkur góðan tíma til þess að ljúka þeirri vinnu.“ Að sögn Birkis Jóns eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Hann segir að eflaust séu nokkur mál sem Framsókn hvikar ekki frá en að samtalið sé ekki komið á þann stað.Þrátt fyrir að viðræðurnar séu skammt á veg komnar, ertu bjartsýnn á að þið náið saman?„Já, það er góður andi og samhljómur á milli flokkanna í áherslum þannig að ég er bjartsýnn.“ Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13