Erlent

Leiddi lögreglu í eftirför á stolnu brynvörðu farartæki

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermaðurinn var handtekinn þegar lögregluþjónum tókst að umkringja farartæki hans.
Hermaðurinn var handtekinn þegar lögregluþjónum tókst að umkringja farartæki hans. Vísir
Bandarískur hermaður hefur verið handtekinn eftir að hann stal brynvörðu farartæki og ók um götur Richmond í tvo tíma, þar til lögregluþjónum tókst að stöðva hann. Farartækinu, sem var óvopnað, var stolið frá herstöð þjóðvarðaliðs Bandaríkjanna í Virginíu og ók hermaðurinn því á allt að 60 kílómetra hraða.

Lögreglan segir, samkvæmt NBC12, að engin hafi slasast og að engir árekstrar hafi átt sér stað. Hermaðurinn var handtekinn þegar lögregluþjónum tókst að umkringja farartæki hans. Hermaðurinn neitað þó að hlýða skipunum lögregluþjóna og þurfti að beita rafbyssu gegn honum til að handtaka hann.



Fjölmargir íbúar borgarinnar birtu myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem þeir lýstu yfir furðu sinni á eftirförinni.

NBC12 - WWBT - Richmond, VA News On Your Side



Fleiri fréttir

Sjá meira


×