Renta Davíð Þorláksson skrifar 6. júní 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi þegar hann mælti fyrir lögum um veiðigjald árið 2012: „Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…“ Þótt ýmsar forsendur í þessu séu umdeilanlegar þá voru þetta forsendurnar sem lágu að baki gjaldinu. Veiðigjald væri því ekki hefðbundinn skattur og gjaldið ætti að fylgja afkomu greinarinnar. Í mars tók Deloitte saman skýrslu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni ríkisins. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um 22% árið 2016 og útlit er fyrir að samdrátturinn hafi verið 20-37% árið 2017. En hvernig er best að mæla rekstur í sjávarútvegi? Veiðigjaldsnefnd hefur þróað spálíkan til að reikna út afkomu veiða með minni tímatöf en gert er í lögum um veiðigjald. Ef reiknistofn yrði lækkaður til samræmis við niðurstöðu líkansins myndi hann lækka um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávarfiski. Í ljósi þessa hefur meirihluti atvinnuveganefndar lagt fram frumvarp til að leiðrétta veiðigjaldið í takt við afkomu greinarinnar, þó minna en spálíkanið gefur til kynna. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjald skili 8,3 milljörðum króna á þessu ári. Samkvæmt Fiskistofu námu álögð veiðigjöld 6,8 milljörðum á síðasta ári. Það hækkar því um 1,5 milljarða. Að sjálfsögðu standa þingmenn sem styðja tilvist veiðigjalds að þessari leiðréttingu. Ef þau gerðu það ekki væru forsendur gjaldsins brostnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Sjávarútvegur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi þegar hann mælti fyrir lögum um veiðigjald árið 2012: „Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…“ Þótt ýmsar forsendur í þessu séu umdeilanlegar þá voru þetta forsendurnar sem lágu að baki gjaldinu. Veiðigjald væri því ekki hefðbundinn skattur og gjaldið ætti að fylgja afkomu greinarinnar. Í mars tók Deloitte saman skýrslu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni ríkisins. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um 22% árið 2016 og útlit er fyrir að samdrátturinn hafi verið 20-37% árið 2017. En hvernig er best að mæla rekstur í sjávarútvegi? Veiðigjaldsnefnd hefur þróað spálíkan til að reikna út afkomu veiða með minni tímatöf en gert er í lögum um veiðigjald. Ef reiknistofn yrði lækkaður til samræmis við niðurstöðu líkansins myndi hann lækka um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávarfiski. Í ljósi þessa hefur meirihluti atvinnuveganefndar lagt fram frumvarp til að leiðrétta veiðigjaldið í takt við afkomu greinarinnar, þó minna en spálíkanið gefur til kynna. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjald skili 8,3 milljörðum króna á þessu ári. Samkvæmt Fiskistofu námu álögð veiðigjöld 6,8 milljörðum á síðasta ári. Það hækkar því um 1,5 milljarða. Að sjálfsögðu standa þingmenn sem styðja tilvist veiðigjalds að þessari leiðréttingu. Ef þau gerðu það ekki væru forsendur gjaldsins brostnar.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar