Íslenski boltinn

Afturelding og Grótta upp í Inkasso

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óskar Hrafn og krakkarnir af Seltjarnanesi eru komnir í Inkasso-deildina.
Óskar Hrafn og krakkarnir af Seltjarnanesi eru komnir í Inkasso-deildina. mynd/heimasíða gróttu
Afturelding og Grótta spila í Inkasso-deild karla á næstu leiktíð en þetta varð ljóst eftir að lokaumferðin í annarri deild karla var leikinn í dag.

Bæði lið voru með örlögin í sínum höndum og kláruðu sína leiki. Afturelding vann 3-1 sigur á Hetti eftir að hafa lent undir en síðari tvö mörkin komu stundarfjórðungi fyrir leiksok.

Höttur er fallið í þriðju deildina en Afturelding vinnur aðra deildina þetta árið og er komið í Inkasso-deildina á nýjan leik.

Grótta rúllaði yfir Huginn, 4-0, á heimavelli og lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldsonar leika í inkasso-deildinni á næstu leiktíð en Huginn er á leið í þriðju deildina.

Afturelding endaði með 45 stig, jafn mörg og Gróttu, en betri markatölu. Vestri endaði í þriðja sætinu með 44 stig en Völsungur var í fjórða sætinu með 40 stig.

Tindastóll bjargaði sér frá falli með 3-2 sigri á Völsungi en á sama tíma tapaði Höttur. Það gerði það verkum að Tindastóll klifraði upp töfluna og sendi Hattarmenn niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×