Engin pólitísk viðkvæmni fyrir því að nota orðið borgarlína mikael@frettabladid.is skrifar 22. september 2018 07:30 Framkvæmdastjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherra við undirritunina í gær. Fréttablaðið/Ernir Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir enga pólitíska viðkvæmni hafa verið fyrir því að nota orðið borgarlína í viljayfirlýsingu hans, borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem undirrituð var í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, veitti fjarveru orðsins athygli í gær. Dagur B. Eggertsson segir að í skjölum sem vísað er í sé orðið notað. „Mér finnst borgarlínuorðið mjög gott og nota það gjarnan sjálfur um hágæða almenningssamgöngukerfi sem er hugtakið sem er notað í þessu samkomulagi. Í þeim skjölum sem vísað er í er orðið borgarlína líka notað þannig að ég held að það taki ekki langan tíma að fjalla um það í þeirri vinnu sem fram undan er,“ segir Dagur B. spurður út í málið.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fréttablaðið/ErnirSkjölin sem Dagur vísar í eru að hans sögn sameiginlegar tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins sem lagðar voru fram í febrúar síðastliðnum. „Það er ekki nein einstök framkvæmd tilgreind þarna, heldur er talað um samgöngur á stofnbrautum, umferðarflæði, nútímaalmenningssamgöngur, ekkert hugtak eða nafn á neinum tilteknum framkvæmdum notað,“ segir Sigurður Ingi. Fjallað sé almennt um þetta en afraksturinn verði síðan tilteknar framkvæmdir og samkomulag um þær. Dagur sagði við undirritunina í gær að öllum vafa væri nú eytt um skiptingu kostnaðar við borgarlínuverkefnið. Eyþór Arnalds sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það væri vissulega fagnaðarefni að farið yrði í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu eftir stórt stopp en að ljóst væri að Miklabraut í stokk væri ekki væntanlegt verkefni næsta áratuginn og að borgarlínan væri ófjármögnuð. Viljayfirlýsingin er um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að ná samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í viljayfirlýsingunni er talað um að hefja framkvæmdir við hágæða almenningssamgöngur á þarnæsta ári, eyða flöskuhálsum og stefna að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna, eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir enga pólitíska viðkvæmni hafa verið fyrir því að nota orðið borgarlína í viljayfirlýsingu hans, borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem undirrituð var í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, veitti fjarveru orðsins athygli í gær. Dagur B. Eggertsson segir að í skjölum sem vísað er í sé orðið notað. „Mér finnst borgarlínuorðið mjög gott og nota það gjarnan sjálfur um hágæða almenningssamgöngukerfi sem er hugtakið sem er notað í þessu samkomulagi. Í þeim skjölum sem vísað er í er orðið borgarlína líka notað þannig að ég held að það taki ekki langan tíma að fjalla um það í þeirri vinnu sem fram undan er,“ segir Dagur B. spurður út í málið.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fréttablaðið/ErnirSkjölin sem Dagur vísar í eru að hans sögn sameiginlegar tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins sem lagðar voru fram í febrúar síðastliðnum. „Það er ekki nein einstök framkvæmd tilgreind þarna, heldur er talað um samgöngur á stofnbrautum, umferðarflæði, nútímaalmenningssamgöngur, ekkert hugtak eða nafn á neinum tilteknum framkvæmdum notað,“ segir Sigurður Ingi. Fjallað sé almennt um þetta en afraksturinn verði síðan tilteknar framkvæmdir og samkomulag um þær. Dagur sagði við undirritunina í gær að öllum vafa væri nú eytt um skiptingu kostnaðar við borgarlínuverkefnið. Eyþór Arnalds sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það væri vissulega fagnaðarefni að farið yrði í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu eftir stórt stopp en að ljóst væri að Miklabraut í stokk væri ekki væntanlegt verkefni næsta áratuginn og að borgarlínan væri ófjármögnuð. Viljayfirlýsingin er um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að ná samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í viljayfirlýsingunni er talað um að hefja framkvæmdir við hágæða almenningssamgöngur á þarnæsta ári, eyða flöskuhálsum og stefna að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna, eins og það er orðað í yfirlýsingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira