Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. apríl 2018 19:00 Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu. Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýna barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra fyrir samráðsleysi vegna opnunar vistheimilis fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda, sem áætlað er að opni á næstu vikum. Nýja vistheimilið er í nágrenni við stað þar sem grunur leikur á að fíkniefnasala og dreifing eigi sér stað. Vandi barna og ungmenna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hefur farið hratt vaxandi og hafa meðferðarúrræði verið sögð ómarkviss eða af skornum skammti. Að sögn forstöðumanns Stuðla hafa verið laus rými í langtímaúrræðum á vegum Barnaverndar að undanförnu. Á Stuðlum hefur hins vegar þurft að vísa frá tuttugu börnum og ungmennum, frá áramótum, vegna skorts á rýmum. Hvað hefur orðið um þessi börn? „Það eru börn sem þurfa að fara til dæmis í langtímameðferð,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla. Hafa þau ekki komist þangað, ef það eru laus pláss? „Það er ákveðið ferli sem er alltaf í kringum þetta,“ segir Funi. Ferli sem foreldrar og aðstandendur barna í vanda segja alltof seinvirkt. Eru meðferðarúrræðin á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ástandið eins og það er í dag? „Ég veit það ekki,“ segir Funi. Þitt mat? „Við þurfum meira,“ segir Funi.Grunar að fíkniefni fari um hverfið nærri heimilinu Unnið er að því að koma á fót nýju vistunarúrræði fyrir börn og ungmenni í þessum vanda sem taka á til starfa á næstu vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður hægt að taka á móti 3-4 einstaklingum sem hagsmunaaðilar segja að vinni lítið á vandanum. Vistheimilið er staðsett í Þingvaði í Norðlingaholti en íbúasamtök í hverfinu gagnrýndu í dag barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi um þann rekstur sem þarna á að setja á fót. „Við finnum til mikillar samúðar með þessum skjólstæðingum en við viljum ekki hafa þá hér í hverfinu og þetta úrræði hér í hverfinu,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts. Arna segir íbúasamtökin hafa fengið misvísandi upplýsingar um starfsemina frá hinu opinbera. „Það eru fylgjendur, það eru mý í kringum krakka með fíkniefnavanda. Þau fara í meðferð en þau fá ekki frið til að vera í meðferðinni,“ segir Arna. Arna segir bara að umhverfið eitt og sér í kringum þessa staðsetningu ætti að valda meðferðarfulltrúum áhyggjum. „Hérna fyrir aftan ykkur er móttökustaður fíkniefnasala og við íbúarnir erum að reyna uppræta bara þennan móttökustað. Hvað þá að fá úrræði fyrir börn með alvarlegan fíkniefnavanda hér inn í hverfið og inn í botnlanga þar sem að búa fimmtíu krakkar,“ segir Arna.Uppfært: Í frétt Stöðvar 2 birtust myndir af húsnæði Barnaverndar Reykjavíkur við Borgartún. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir umrætt vistunarúrræði ekki á vegum Reykjavíkurborgar heldur Barnaverndarstofu.
Tengdar fréttir Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16