Þegar Manning náði að kveikja neistann hjá Tiger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2018 23:15 Peyton og Tiger er vel til vina. vísir/getty Fyrrum NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning sagði ansi magnaða sögu af því á dögunum hvernig honum tókst að æsa Tiger Woods upp með ruslatali er þeir spiluðu golf saman. Manning sagði söguna eftir að hafa spilað með Tiger í síðustu viku. Það var ekki í fyrsta skipti sem þessar goðsagnir spila golf saman. Þegar Manning spilaði með Indianapolis Colts og vildi keyra kerfin sín hratt þá notaði hann orðin Tiger og Phil. Ef hann sagði Tiger þá átti að fara af stað á einum en tveimur ef hann kallaði Phil. Þessa taktík notaði hann því Tiger var alltaf efstur á heimslistanum en Phil Mickelson í öðru sæti. Hann sagði Tiger frá þessu á sínum tíma og kylfingnum fannst það mjög merkilegt. Eftir fyrsta tímabil Manning með Denver Broncos árið 2013 þá spilaði hann með Tiger á nýjan leik. Tiger spurði þá hver helsti munurinn væri á því að spila með Broncos og Colts. Mannig skaut þá á Tiger. Það væri ruglandi að Rory McIlroy væri númer eitt en hann væri númer tvö. Tiger tók þessari kyndingu ekkert sérstaklega vel. Svo illa tók hann henni reyndar að hann notaði hana til að hvetja sig áfram. Hann vann tvö mót þennan mánuðinn og komst aftur á topp heimslistans. Morguninn eftir hringdi hann í Manning og minnti hann á að nú yrði að breyta kerfinu aftur. Á þann hátt sem væri réttur. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrrum NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning sagði ansi magnaða sögu af því á dögunum hvernig honum tókst að æsa Tiger Woods upp með ruslatali er þeir spiluðu golf saman. Manning sagði söguna eftir að hafa spilað með Tiger í síðustu viku. Það var ekki í fyrsta skipti sem þessar goðsagnir spila golf saman. Þegar Manning spilaði með Indianapolis Colts og vildi keyra kerfin sín hratt þá notaði hann orðin Tiger og Phil. Ef hann sagði Tiger þá átti að fara af stað á einum en tveimur ef hann kallaði Phil. Þessa taktík notaði hann því Tiger var alltaf efstur á heimslistanum en Phil Mickelson í öðru sæti. Hann sagði Tiger frá þessu á sínum tíma og kylfingnum fannst það mjög merkilegt. Eftir fyrsta tímabil Manning með Denver Broncos árið 2013 þá spilaði hann með Tiger á nýjan leik. Tiger spurði þá hver helsti munurinn væri á því að spila með Broncos og Colts. Mannig skaut þá á Tiger. Það væri ruglandi að Rory McIlroy væri númer eitt en hann væri númer tvö. Tiger tók þessari kyndingu ekkert sérstaklega vel. Svo illa tók hann henni reyndar að hann notaði hana til að hvetja sig áfram. Hann vann tvö mót þennan mánuðinn og komst aftur á topp heimslistans. Morguninn eftir hringdi hann í Manning og minnti hann á að nú yrði að breyta kerfinu aftur. Á þann hátt sem væri réttur.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira